Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.01.1991, Side 134

Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.01.1991, Side 134
Jóhann Hannesson sálmaskáldsins H. A. Brorsons. Ræður Schartaus eru mjög lærdómsríkar, og mjög er til þeirra vandað. Þær vera vitni góðum prédikunarstíl frá tilteknu söguskeiði, en halda þó enn sínu gildi í nútímanum. Tveir mikilhæfir menn rétttrúnaðartímans, þeir Johan Amdt og Christian Scriver höfðu mikil áhrif á píetista, enda em verk þeirra með því fremsta í kristilegum bókmenntum lútherskum. Aðalverk Amdts er „Sannur kristindómur”, en verk Scriver ber heitið „Sjóður sálarinnar”. Á Norðurlöndum höfðu báðar þessar bækur mikil áhrif, og hafa reyndar enn. Varðandi þau erlendu rit, sem mest áhrif hafa haft á hérlenda prédikun, einkum meistara Jóns, vísast til formálans fyrir 14. útgáfu Vídalínspostillu, frá bls. XVIII og áfram. 12. Prédikun í öðrum kirkjum en lútherskum eftir siðbót Kaþólska siðbótin, sem í kirkjusögum er yfirleitt nefnd gagnsiðbótin af lútherskum mönnum, var ekki fólgin í eintómu afturkasti til þess ástands, sem áður var, heldur átti sér stað í kaþólsku kirkjunni raunveruleg siðbót og vakning. Menn tóku aftur að átta sig á gildi prédikunarinnar. Tekið var að vinna að endurbótum á prédikunartækni, að mörgu leyti hliðstætt við það, sem lútherskir fræðimenn tóku sér fyrir hendur í sínum kirkjum. Þó varð ekki þróunin eins í öllum löndum. Kirkjuleg mælskulist elfdist einna mest í Frakklandi. Þeir Bossuet, Bourdaloues og Massilion hmndu af stað andlegri hreyfingu, sem kunn er frá kirkjusögunni, og hún hafði áhrif utan rómversku kirkjunnar. Hvað prédikunina snerti vom þó áhrifin ekki að öllu leyti heillavænleg, þar sem of mikið var gert úr sjálfri mælskulistinni, en of lítið úr ritskýringu Ritningarinnar. Mælsku- snilld fomaldar var stæld meir en góðu hófi gegndi, og þennan hátt tóku sumir mótmælendur upp. Á vomm tímum em menn að vinna að rann- sóknum á þessum prédikunaraðferðum og áhrifum þeirra. Það hefir jafnan verið sameiginlegt kaþólskri prédikun og lútherskri að liturgískra sjónarmiða hefir jafnan gætt allmikið í gerð prédikunarinnar, þar sem hún er felld inn í liturgískan ramma og yfirleitt bundin við perikópur kirkjuársins. í svissnesku og frönsku siðbótarkirkjunum var prédikunin þegar frá upphafi svo til alveg slitin úr öllum tengslum við liturgíu og períkópu- kerfið. í Ziirich var kveldmáltíðin, það er „Aktion oder Bmch des Nachtmals”, hátíðleg haldin samkvæmt tilskipan Zwinglis með sérstökum guðsþjónustum. í þeim var ekki gert ráð fyrir neinni prédikun. Og í prédikunarguðsþjónustum fyrri hluta simnudags var heldur ekki gert ráð fyrir neinni kveldmáltíð. Þannig myndaðist innan reformuðu kirkjunnar alveg ný stefna í öllu helgihaldi. 132
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164
Side 165
Side 166
Side 167
Side 168
Side 169
Side 170
Side 171
Side 172
Side 173
Side 174
Side 175
Side 176
Side 177
Side 178
Side 179
Side 180

x

Ritröð Guðfræðistofnunar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ritröð Guðfræðistofnunar
https://timarit.is/publication/1152

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.