Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.01.1991, Page 49

Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.01.1991, Page 49
Minningar um háskólakennara í „fyrri hluta” fór prófessor Jóhann m.a. með almenna trúarbragðasögu og heimspekisögu. Kennslubækur lágu náminu til grundvallar, en víðar var seilzt miklu en þeim nam. Þekking prófessors Jóhanns í þessum fræðum stóð djúpum rótum og á gömlum merg. Jafnframt las hann mikið og jók kunnáttu sína, vitnaði löngum í nýrri rit og hélt sundurleitu efni að nemendum. Sumir hafa orð á, að hér væri Jóhann Hannesson skemmtilegastur kennari. Vera kann hann virtist óbundnari en ella af þeim skuldbindingum heilagrar kirkju og trúar, sem skipuðu öndvegið í „síðari hluta”. Kennari og nemendur leituðust við að sjá vítt um veröld hverja og undu við margþætt safn menningararfleifðar allra alda og ýmissa heimshluta. Hugtakagreining Prófessor Jóhann var eðlilega nákunnugur trúarbrögðum Austurlanda, enda dvalið þar sjálfur á annan tug ára og ekki setið luktum augum á akri þeim. Virðing hans fyrir Búddhisma er eftirminnileg, svo að einhvers sé getið. Ekki var trútt um, að hann hefði tileinkað sér látbragð úr þeim ranni, vísast í gamni meir en í alvöru. Þessir kunnleikar gerðu það jafnframt að verkum, að Jóhann Hannesson átti öðrum mönnum hægara með að greina í sundur austurlenzkan átrúnað og kristinn dóm. Af mikilli skarpskyggni og glettni, sem ávallt einkenndi hann, fjallaði prófessor Jóhann iðulega um fálmkennda viðleitni Vestur- landabúa til að gramsa í fjarlægum trúarbrögðum úr austri, án þess að ganga nokkru á hönd: Kristi væri hafnað til hálfs, Gautama Búddha leiddur til sætis með semingi; báðir í rauninni lastaðir og lítilsvirtir af rutlkenndum grautargerðarmönnum, sem e.t.v. tryðu engu og kærðu sig a.m.k. alls ekki um að skilgreina trú sína af rökum eða viti, en þættust geta rótað í hverju sem væri, án allra skuldbindinga. Hliðstætt uppgjör prófessors Jóhanns við Hindúadóm og Tao situr eigi miður í minningunni. Hinu síðar greinda var hann einkar handgenginn eftir árin öll í Kína og átti það til að tala af djúpri hæversku um Lao Tse og Bókina um veginn. En samtímis voru skýrar línur skomar umhverfis þennan fomkínverska meistara og skilin milli Taoisma og kristins dóms jafnan gerð svo glögg sem efni standa til. Hugtakagreining af því tagi, sem nú var getið, er líkleg til að teljast aðalsmerki íhugunar helgra dóma. Á síðari áratugum hefur trúarleg sundurgerð sótt svo mjög á víða um Vesturlönd, að mönnum, sem hugsa vilja röklega og af skilvísi um trú, fallast hendur. Margt bendir til, að samasemmerki skuli nú sett milli trúar og þokukenndra óra. Þetta er þeim mun dapurlegra sem veraldleg hugmyndakerfi em sér til húðar gengin, og gagnvart þeim á hugsandi trú sterkari leiki í tafli en verið hefur um sinn. Við slíkar aðstæður hljóta kristnir menn að sækja fram með röklegar skilgreiningar á lofti og krefja viðmælendur sína hins sama. Hér er ekki um að ræða einveldishneigð eða áætlun um kúgunaraðgerðir af neinu tagi. 47
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172
Page 173
Page 174
Page 175
Page 176
Page 177
Page 178
Page 179
Page 180

x

Ritröð Guðfræðistofnunar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ritröð Guðfræðistofnunar
https://timarit.is/publication/1152

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.