Skagfirðingabók - 01.01.1977, Blaðsíða 14
SKAGFIRSINGABÓK
Þá er þess að geta, að árið 1957 stóð Sögufélagið fyrir útgáfu
á Skagfirzkum ljóðum, þar sem birt var sýnishorn af ljóðagerð 68
höfunda úr héraðinu.
Arið 1966 hófu þrír Skagfirðingar útgáfu á Skagfirðingabók,
riti í tengslum við Sögufélagið. Voru það Kristmundur Bjarna-
son, Hannes Pétursson og Sigurjón Björnsson. Með 6. hefti, 1973,
hafði Ogmundur Helgason bætzt í hópinn, og hann tók síðan við
útgáfu ritsins, en til liðs við hann gengu Sölvi Sveinsson, Hjalti
Pálsson og Gísli Magnússon. Skagfirðingabók kom í fyrsm út ár-
lega, en sakir erfiðleika við efnisöflun er nú að því stefnt, að það
verði ekki sjaldnar en annað hvert ár. Komin eru 8 myndarleg
hefti, er flytja þjóðlegan fróðleik frá fyrri tíð.
Saga Sauðárkróks, eftir Kristmund Bjarnason, sem kom út í
þrem bindum 1969—1973, er einnig tengd Sögufélaginu, þótt
félagið hafi ekki borið kostnað af útgáfunni, með því að hún ber
undirtitilinn skagfirzk fræði.
Samtals hefur Sögufélagið gefið út 24 rit til þessa dags.
Svo sem áður er getið, var Sigurður Sigurðsson sýslumaður fyrsti
formaður félagsins og aðalhvatamaður að stofnun þess, ásamt Jóni
Sigurðssyni á Reynistað. Arið 1948 tók Jón við formennskunni
og gegndi henni í hálfan annan áramg. Mun vart á nokkurn hall-
að, þótt fullyrt sé, að engum einum manni eigi Sögufélagið jafn-
mikið starf að þakka sem Jóni í meira en þrjátíu ár. Næsti for-
maður félagsins var Bjarni Halldórsson á Uppsölum, og lét hann
af því starfi síðastliðið ár fyrir aldurs sakir. Núverandi formaður
er Hjalti Pálsson frá Hofi, en aðrir stjórnarmenn eru Gunnar
Helgason, Sauðárkróki, gjaldkeri, Hjörleifur Kristinsson, Gils-
bakka, ritari, og meðstjórnendur eru Sigurlaug Jónsdóttir og Arni
M. Jónsson, Sauðárkróki, Garðar Jónsson, Hofsósi, og Bjarni
Halldórsson, Uppsölum.
Um framtíðarverkefni félagsins hefur margt verið rætt, en fátt
er ákveðið. Kemur þar helzt til fjárhagsleg vangeta. Félagið mun
þó leitast við að halda úti Skagfirðingabók a. m. k. annað hvert ár
í framtíðinni. Þá eru fyrrnefndir æviskrárþættir frá árabilinu
1850—1890, sem væntanlega munu koma út í náinni framtíð,
12