Skagfirðingabók - 01.01.1977, Blaðsíða 163
SAMGÖNGUR í SKAGAFIRBI
áherzlu á akfæra vegi en hingað til hafði verið gert, og einmitt
í þá átt gengi frumvarpið. Sumir þingmenn voru þó andvígir
aðalflutningabrautum, töldu, að með þeim væri landshlutum mis-
munað. Flestir þingmenn álitu það rétta stefnu, að landssjóður
kostaði brautirnar, þótt þær lægju ekki á aðalpóstleið, sú breyting
væri byggð á því, að sýsluvegagjald hrykki ekki til að bæta veg-
ina nægilega og ekki væri unnt að hækka það.
I meðförum þingsins breyttist frumvarpið lítillega. Skiptu þing-
menn vegunum í flutningabrautir, þjóðvegi, fjallvegi, sýsluvegi
og hreppavegi.4 Flutningabrautir samsvara því, sem flutnings-
menn kölluðu aðalflutningabrautir, og héldust ákvæðin um þær
að öðru leyti óbreytt. Þar sem aðalpóstleiðir lágu skyldu heita
þjóðvegir. Að öðru leyti var ekki hróflað við frumvarpinu, nema
gjald til sýsluvega var lækkað í 1,25 krónur fyrir hvern verkfær-
an mann, 20—60 ára. Til hreppavega skyldi hver húsbóndi greiða
1,25 krónur fyrir hvern verkfæran mann á heimili sínu, 20—60
ára. Litlar breytingar urðu á almennum ákvæðum frumvarpsins,
þó komu inn nýjar greinar um byggingu sæluhúsa við fjallvegi,
þar sem mikil umferð var á vetrum. Þessi sæluhús skyldu kostuð
af vegabótafé.
Með gildistöku þessara laga hófst mikið framfaraskeið í sam-
göngumálum víða um landið. Sú upphæð, sem rann til sam-
göngumála úr landssjóði næsm 11 árin, nam 913.000 krónum
eða 83.000 krónum á ári að meðaltali. 50.500 krónum var varið
til embættis verkfræðings og til að veita byggðarlögum út um
land vegfræðilega aðstoð við stærri framkvæmdir. Við flutninga-
brautir var unnið fyrir 251.000 krónur og 488.500 við þjóðvegi.
Hins vegar var margfalt minna veitt til fjallvega, eða 69.000
krónur. Það stafar af því, að margir fjölförnusm fjallvegirnir voru
nú á þjóðvegi. Sýsluvegasjóðir fengu 36.500 krónur í sinn hlut.
Fjárveitingar til þeirra voru yfirleitt bundnar því skilyrði, að sýslu-
búar legðu fram upphæð til jafns við styrk landssjóðs. Styrkir til
smærri brúa, áhaldakaupa o. fl. námu um 17.750 krónum.
Fljótlega risu um það deilur á þingi, hvort verja bæri miklu
fé til flutningabrauta. Andstæðingar þeirra töldu þær vera dýrar
161
n