Skagfirðingabók - 01.01.1977, Blaðsíða 67
SAMGÖNGUR í SKAGAFIRSI
nýja frumvarpi lýst. Þótti ísjárvert að fella með öllu niður skyldu-
vinnuna. Því yrði hún einungis afnumin af þjóðvegum.14 Þingið
gerði lítils háttar breytingar við frumvarpið og sendi konungi
bænaskrá. Þótti þingmönnum fulllítið fjármagn lagt til veganna,
og vildu þeir, að hver maður greiddi sem svaraði hálfu dagsverki
til þjóðvega og aukavega í peningum eftir verðlagsskrá. Sömuleiðis
töldu þingmenn, að eftirlitsstörf sýslumanna væru óeðlilega mikil
og álitu vænlegra, að nefnd manna í hverjum hreppi sinnti því
starfi undir yfirumsjón sýslumanna. I þriðja lagi þótti þingmönn-
um konungur ekki hafa tekið nægilegt tillit til bónar þingsins
um afnám skylduvinnu.
Stjórnin lagði frumvarp sitt frá 1857 óbreytt fyrir þingið 1859.
Konungur taldi frumvarpið með breytingum þingsins „svo óheppi-
legt og svo gallamikið bæði að formi og efni, að stjórninni gat
ekki komið til hugar að taka það til greina“.16 Alþingi gerði hinar
sömu breytingar og fyrr og sendi konungi bænaskrá. Nú virtist
sem í óefni væri komið, en konungur hjó á hnútinn og gaf frum-
varp sitt út sem tilskipun 15. marz 1861.
‘Tilvitnanir:
1 Ólafur Olavius: Ferðabók, I., bls. 89-90.
2 Guðbr. Jónsson: Vegamál Islands, bls. 85.
3 Lovs., IV., bls. 266—270.
4 Th. Krabbe: Isl. Tekn. Udv., bls. 15.
5 Magnús Jónsson: Saga Islendinga, IX., bls. 211.
6 L. Björnsson: Saga svstj., bls. 229.
7 Alþingistíðindi 1857, viðbætir, bls. 13-14.
8 Alþ.tíð. 1855, bls. 343.
9 Alþ.tíð. 1857, bls. 422-432.
10 Lovs., VII., bls. 324.
11 Alþ.tíð. 1857, bls. 433.
12 Alþ.tíð. 1857, viðbætir, bls. 11-24.
13 Alþ.tíð. 1855, bls. 857-860.
14 Alþ.tíð. 1857, viðbætir, bls. 11—24.
15 Alþ.tíð. 1857, bls. 976-982.
16 Alþ.tíð. 1859, bls. 18.
65