Skagfirðingabók - 01.01.1977, Blaðsíða 117
SAMGÖNGUR í SKAGAFIRBI
anir, til að hún yrði reist sem fyrst. Kostnaður var áætlaður 1500
krónur.13
Æðstu stjórnvöld virðast hafa ákveðið að verða við þessari ósk,
því 1891 tilkynnti landshöfðingi sýslunefnd, að fyrirhugaðri brú-
argerð á Valagilsá yrði frestað um sinn. Bæri að varðveita viðinn
úr gömlu brúnni unz framkvæmdir hæfust.
Amtsráð lét málið enn til sín taka á fundi árið 1894, en þá
var sú beiðni send landshöfðingja, að trébrú yrði sem fyrst sett á
á Valagilsá, því hún væri nær ófær meiri hluta vors og illfær að
sumarlagi.14 Stjórnvöld kváðust ekkert geta aðhafzt, þar sem allar
upplýsingar vantaði um brúarstæðið. Eftir nokkrar umræður lét
amtsráð í ljós þá eindregnu ósk, „að brúin yrði höfð fyrir neðan
árgljúfrin og sem mest eptir tillögum Einars Guðmundssonar á
Hraunum, því að á þann hátt verði brúin kostnaðarminnst og
henni að öllum líkindum mjög lítil hætta búin af ánni“.15 Næsta
vemr var viðnum ekið að brúarstæðinu, og þar var brúin byggð
og sett á ána sumarið 1895 eða 1896.
Grajará
A fundi sýslunefndar 1884 var Birni Péturssyni, Konráði Jóns-
syni og Einari á Hraunum falið að kanna brúarstæði á Grafará.
Þeir lögðu fram álit sitt á sýslunefndarfundi 1885. Bezta brúar-
stæðið var talið vera milli klappanna fyrir sunnan og neðan Ar-
tún; yrði brúarlengdin þar 30 álnir. Kostnaðaráætlun hljóðaði
upp á 787 krónur. Fyrir sama sýslunefndarfundi lá bréf frá al-
mennum fundi, sem haldinn var í Grafarósi, þar sem fundarmenn
skoruðu á sýslunefnd að láta brúa Grafará, „er sökum vaðleysis,
stórgrýtis og straumhörku sje eitt af hinum mesm vatnsföllum
hjer í sýslu“.16 Sýslunefnd samþykkti að styðja þessa framkvæmd
og fól oddvita að semja við Ludvig Popp kaupmann um pöntun
efnis og flutninga til brúarinnar. Sýslunefndarmaður Hofshrepps
tók að sé að sjá um grjótflutning til stöpla. Einari á Hraunum
var falið að sjá um smíði brúarinnar. Það verk vann hann vetur-
inn 1886—1887, og var brúin sett á ána sumarið 1887. Hún
115
L