Skagfirðingabók - 01.01.1977, Blaðsíða 30
SKAGFIRÐINGABÓK
af voru þeir þrír, Brynjólfur (Brynki), Egill og Sigurður („Gör-
ing“). Þeir sömdu sig gjarnan talsvert að háttum sjeffans og höfðu
á sér nokkurn höfðingjabrag. Þannig voru þau verk, sem þeir
unnu helzt að, talin öðrum virðulegri, svo sem að hlaða kant úr
snyddu eða mæla fyrir. Þótti öðrum það vegsauki, ef þeim voru
falin svo mikilvæg trúnaðarstörf.
Þá komu „eldri“ mennirnir í næstu stétt, þá þriðju. Þeir voru
allmargir og lærifeður okkar strákanna í fjölmörgum greinum,
verklegum og andlegum. Þar var hið hógværa prúðmenni Pétur
frá Vatnshlíð, mikill meistari í snyddustungu, Jón frá Bessastöð-
um (Jón Skagfirðingur), skáld og vitringur, Sigfús frá Eyvindar-
stöðum, einnig vitur maður og vel hagmæltur, Hallmann úr Garði,
sem ekki var allra og gat verið hrjúfur, en mikill ágætis maður
og prýðilega greindur og vel að sér. Þá voru einnig úr Garði syðra
bræður tveir, annálaðir kraftamenn, Gendi (Guðmundur) og bróðir
hans, hvers nafn er mér fallið úr minni. Einn Garðsmaður var þar
enn, Páll að nafni, frægur drykkjumaður, sem vann eitt sinn það
afrek að þamba allan spírann af eldhúsluktinni, eftir að hafa
kneifað 12 Egilsbjóra í striklotu. Þá var Jónatan, frábær verk-
maður, einkum við skurðgröft, orðhákurinn og hleðslumeistarinn
Jóhannes Dalmann, o. fl. o. fl. Og í þessum merka hópi var Stefán
Sveinsson frá Æsustöðum, „Stebbi káti“, sem sagt verður nánar
frá.
Þessir rosknu og „meira og minna“ ráðsetm höldar setm mik-
inn svip á mannlífið á Vatnsskarði. Þeir voru framvarðarliðið,
ef svo mætti segja. A eftir þeim kom löng eyða í metorðastigann,
því að næsta stétt var allmiklu neðar. Það vorum við strákarnir;
flestir skólapiltar á aldrinum 15—18 ára. Við gegndum ýmsum
störfum, svo sem að moka á bíla eða í kerrur, stinga hnaus,
standa á tipp o. þ. h. Sumum okkar hlotnaðist stöku vegtylla, sem
þá var ekki látin liggja í þagnargildi. Annars voru víst hugðar-
efni okkar fremur lágfleyg og mikið tengd „helgum“ og því, sem
þá var gert, eða líklega öllu fremur ráðgert.
Og neðst í stiganum, sýnu neðst, voru svo „kúskarnir", strákar
á aldrinum 11—15 ára. Það var mjög lítils metin stétt, eins konar
28