Skagfirðingabók - 01.01.1977, Blaðsíða 166
SKAGFIRBINGABÓK
Með lagningu flutningabrauta og lengingu þjóðvega stórjókst
viðhaldskostnaður. Árið 1901 var svo komið, að þingmönnum
þótti sýnt, að ef svo héldi áfram, rynni allt vegabótafé landssjóðs
til viðhalds. Það þótti því eðlilegt, að athugað yrði, hvort ekki
væri rétt, að landssjóður sæi einungis um nýjar vegagerðir, en
léti héruðunum eftir viðhaldið. Þessari hugmynd var aldrei komið
í framkvæmd, enda óraunsæ eins og málum var háttað.
Mikill árangur varð af þessum lögum frá 1893. Meginstefna
þeirra var að bæta vöruflutninga milli kaupstaða og sveita. Því
hlutverki áttu flutningabrautirnar að þjóna. Þjóðvegir og sýslu-
vegir skyldu síðan tengja einstakar byggðir við brautirnar. Hug-
myndir manna um flutningabrautirnar koma vel heim við stefnu-
breytingu þá, sem um getur á bls. 105, og þær eru góðra gjalda
verðar. Hins vegar fengu þær ekki staðizt, vegna þess að fram-
hald þeirra, þjóðvegirnir, var nánast í rúst, miðað við það hlut-
verk, sem þeim var ætlað. Gagn laganna var fyrst og fremst
fólgið í miklum endurbótum á þeim.
Samkvæmt lögunum frá 1893 nam samanlögð lengd flutninga-
brautanna 375 km. Árið 1901 hafði 171 km verið lagður, eða
tæpur helmingur. Miðað við fyrri framkvæmdir á vegum lands-
sjóðs, verður það að teljast allgóður árangur, en þær gegndu ekki
nándar nærri jafnmiklu hlutverki og þjóðvegirnir.10
Auknar framkvæmdir kostuðu mikið fé. Árin 1876—1893 var
að jafnaði veitt til vega og brúa 23.400 krónum árlega. Árin
1894—1903 var þessi upphæð 107.000 krónur á ári.11 Ef til vill
sýnir þetta bezt, hver breyting var á orðin. Menn höfðu nú áttað
sig á, að blómlegar samgöngur voru undirstaða annarrar velferð-
ar, og þær kostuðu stórfé.
Tilvitnanir:
1 Aiþ.tíð. 1891, C, bls. 135—139.
2 Alþ.tíð. 1893, C, bls. 186—189.
3 Alþ.tíð. 1893, B, bls. 343.
4 Stj.tíð. 1894, A, bls. 62—70.
5 Alþ.tíð. 1895, B, bls. 982.
164