Skagfirðingabók - 01.01.1977, Blaðsíða 78
SKAGFIRÐINGABÓK
um bæ unnu við vegi, sem lágu gegnum land þeirra. Ef um
stærri „aðgjörðir“ var að ræða, svo sem ruðning nýrrar leiðar,
var ábúendum nokkurra jarða fengið það vekefni í sameiningu.
Sem dæmi um fyrirhugaðar framkvæmdir eins sumars má taka
árið 1867:
„í brúna fyrir ofan Ríp: 3 menn frá Ríp, 4 frá Egilsholti, 1
frá Reyni, 1 frá Ketu, 1 frá Hamri, 1 frá Beingarði, 2 frá Keldu-
dal; Jónas í Keldudal kosinn verkstjóri.
Að endurbæta Hamarsbrúna: 3 frá Egg; Grímur verkstjóri.
I Kárastaðabrúna: 1 frá Hróarsdal, 1 frá Kárastöðum, 3 frá
Hellulandi, 2 frá Utanverðunesi, 1 frá Vatnskoti; Indriði á Kára-
stöðum fyrir verkinu.
Að bæta brúna undir Geitabergi og veginn þar fyrir utan og
sunnan: 2 frá Keflavík; Markús fyrir því.
Að gjöra við brúna yfir Illasund: 2 frá Garði og er Jóhannes
fyrir.
Að ryðja miðveginn: 4 frá Asi og 1 frá Vatnskoti, og er hrepp-
stjórinn fyrir því.“14
Slíkum verkefnum var úthlutað, en ekki er þar með sagt, að
þau hafi öll komizt í framkvæmd. Það fór eftir röggsemi yfirvalda.
Því er viðbúið, að framkvæmdir hafi verið mjög mismiklar eftir
hreppum.
Sú nýskipan, sem komið var á með tilskipuninni 1861, dugði
ekki til að bæta samgöngur Skagfirðinga að marki. Til þess var
þjóðvegagjaldið of lágt og þjóðvegirnir of langir. Vegagjaldið
dugði ekki nema til viðhalds nauðsynlegustu vega, og því dröbb-
uðust hinir fáfarnari niður. Vinnukvöðin reyndist óvinsæl í Skaga-
firði sem annars staðar, og voru því aukavegir lítt bættir.
Einstaka menn höfðu lausnir á takteinum. I Norðanfara birt-
ist árið 1866 nafnlaus grein eftir Skagfirðing, búsettan vestan
Vatna.15 Hann segir, að Skagfirðinga vanti ekki félagsanda, en
félagsandann vanti framkvæmdina í sumu tilliti. I Skagafirði sjái
menn og viðurkenni, að vegunum sé ábótavant og mikil framför
76