Skagfirðingabók - 01.01.1977, Blaðsíða 79
SAMGÖNGUR í SKAGAFIRBI
væri að hafa góða vegi. Síðan er vikið að hinni miklu hrossaeign
Skagfirðinga. Höfundur telur hrossin spilla fyrir öðrum búpen-
ingi, auk þess sem þau fari illa á hörðum vetrum. Hann vill að
Skagfirðingar bindist samtökum um að fækka hrossum og bæta
vegina. Menn ættu að selja hesta, og fyrir þá peninga skyldu
gerðir vegir og vel að merkja vagnvegir. Að sjálfsögðu átti einnig
að kaupa vagna og ýmis áhöld. Að þessu loknu þyrfti ekki eins
marga hesta. Höfundur taldi, að menn í Sauðár-, Staðar-, Seylu-
og Lýtingsstaðahreppum ættu að skjóta saman fé til að byggja
vagnveg, sem yrði alfaraleið frá Sauðárkróki fram hjá Hólkoti,
Hafsteinsstöðum og fram Langholt svo langt, sem menn kæmu
sér saman um. Akveðnir menn áttu að stjórna vegagerðinni, og
allir skyldu vegagerðarmenn vinna fyrir kaupi. Sums staðar þyrfti
vegurinn að vera það breiður, að tveir vagnar gætu mætzt, beinn
skyldi hann vera og bungumyndaður, lítið eitt upphækkaður á
sléttlendi og allmikið í lautum og giljum. Nauðsynlegt yrði að
grafa skurði báðum megin og undir hann til að verjast vatnsaga.
Ekki taldi höfundur ósennilegt, að hann styrkti þetta fyrirtæki, ef
bændur efndu til samskota, og ekki áleit hann óhugsandi, að
bændur austan Vatna legðu eitthvað af mörkum.
Þótt greinarhöfundur væri langt á undan sinni samtíð, sýnir
þetta, að menn voru ekki ánægðir með ríkjandi skipulag. Mönn-
um varð smám saman Ijós sú staðreynd, að forsenda velmegunar
og framfara voru traustar samgöngur.
Tilvitnanir:
1 Indriði Einarsson: Sjeð og lifað, bls. 8.
2 Björn Guðfinnsson: Mállýzkur, I., bls. 181—182.
3 Sýslu- og sóknalýsingar, II., bls. 28.
4 Sveinn Pálsson: Ferðabók, bls. 141.
5 Sýslu- og sóknal., II., bls. 125.
6 Sama rit, bls. 134.
7 Sveinn Pálsson: Ferðabók, bls. 626.
8 Saga frá Skagfirðingum, 1., bls. 59.
9 Kristmundur Bjarnason: Saga Sauðárkróks, I., bls. 53—54.
10 Alþ.tíð. 1855, bls. 57—58.
77