Skagfirðingabók - 01.01.1977, Blaðsíða 58
SKAGFI RÐIN GABÓK
hlutur var að vonum lítill. Mikið af deginum var ég frammi á
bæjardyralofti, þar sem var lítill gluggi. Stundum rofaði til, svo
að ég sá út yfir víkina og upp í Skarðið, því að þar var búist við,
að komið yrði niður með féð. Hef ég aldrei séð annað eins hafrót
og var þennan dag; er ég þó kominn á sjötugsaldur og hef alla ævi
verið við sjó eða á sjó. Eg gat þess áður, að loftvog hefði staðið
illa og verið fallandi, en rétt áður en hríðin skall á, hrapaði hún
svo niður, að vísirinn var tekinn að fara upp á við öfugu megin.
Það hef ég aldrei séð síðan.
Fyrir birtingu morguninn eftir óveðrið, kom Ásgrímur á Syðra-
Mailandi til að fylgja Hinrik heim til sín. Veður var þá farið
að ganga niður, en gekk á með dimmum éljum. Voru þeir komnir
að Efra-Nesi um það leyti, er byrjað var að birta.
I Efra-Nesi bjó Karl Laxdal Björnsson með ráðskonu sinni, Teit-
ný Jóhannesdóttur. Hann var leiguliði, en eigandi jarðarinnar,
Björn Jóhannesson, var þar til heimilis og hafði eitthvað af skepn-
um. Um morguninn, þegar hríðin skall á, hafði Karl rekið fé sitt
á beit upp í Hjallholtsflóa, skammt fyrir ofan túnið. Lét hann
vetrarmann sinn, Hinrik, fylgja því og sagði honum að reka féð
heim, ef veður versnaði. Sjálfur gekk hann til sjávar að sækja
morvið til eldsneytis, því eldiviðarlítið var í bænum.
Þegar hríðin skall á, var hann staddur niður á Hópamöl; hætti
hann þegar við viðartökuna og hljóp til bæjar, en það er alllöng
leið. Þegar heim var komið, vantaði bæði féð og Hinrik. Bað
hann þá Björn að koma með sér til leitar, en Björn treysti sér
ekki og bar við lasleika. Karl varð því að fara einn. Leitaði hann
til kvölds, en fann ekkert. Ekki gat hann aðhafzt meira í bili og
beið því morguns.
Af Hinrik er það að segja, að hann réð ekkert við féð, þegar
hríðin skall á, og tapaði því öllu út í sortann. Reyndi hann þá
að komast til bæjar, en hrakti af leið og komst að lokum niður
að Ytra-Mallandi, eins og fyrr segir.
Þegar Ásgrímur og Hinrik komu að Efra-Nesi, var Karl búinn
að fara niður að Þangskála, sem er nokkru utar á Skaganum,
og kominn aftur. Með honum voru bræður tveir, Sveinn og Pémr,
56