Skagfirðingabók - 01.01.1977, Blaðsíða 69
SAMGÖNGUR í SKAGAFIRBI
yfirstjórn og eftirlit. Aðrar greinar tilskipunarinnar, svo sem um
brýr og ferjur, eru svipaðar fyrri ákvæðum. Eins og tilskipuninni
29. apríl 1776, fylgdu þessari fyrirmæli, hvernig staðið skyldi að
vegabótum, en mun nákvæmari. Sama gildir um ákvæði, er varða
refsingar við ýmsum brotum, t. d. ef menn mættu ekki til skyldu-
vinnu eða unnu spjöll á vegum.
Þessi tilskipun kom að nokkru til móts við óskir alþingis.
Greint var á milli þjóðvega og hreppavega; þjóðvegir lagðir í al-
faraleið. Þeir voru kostaðir af almannafé og skylduvinna þannig
að nokkru afnumin, þar eð hægt var að láta ákveðið gjald koma
fyrir, ef verkast vildi. Hins vegar var í litlu sinnt óskum þingsins
um afnám eftirlitsskyldu sýslumanna. Ohentugur tími var valinn
til framkvæmda. Freði er ekki farinn úr jörðu, a. m. k. ekki á
fjöllum, og því var hætt við, að vegabætur nýttust illa. Enn má
nefna, að landsmenn kunnu lítt til verka í þessum efnum.
Af tilskipuninni má sjá, hvert leiðir manna lágu helzt, því að
þjóðvegir áttu að liggja í kauptún og fiskiver. Þegar verzlun var
gefin frjáls 1855, fjölgaði verzlunarstöðum smám saman. Menn
fengu frjálsari hendur um, hvert þeir sóttu verzlun. Nýir verzl-
unarstaðir risu og leystu aðra af hólmi. Þannig skapaðist þörf
fyrir nýja vegi. Það reyndi því skjótt á, hvort þessi nýja tilskipun
stæði undir kröfunum. Brátt kom í Ijós, að svo var ekki. Bar þar
einkum þrennt til:2 Enginn greinarmunur var gerður á fjallvegum
og vegum í byggð, og urðu fjallvegirnir að mestu útundan. Þótt
vegagjaldið ætti að standa straum af kostnaði við þá, rann það að
langmestu leyti til þjóðvega í byggð. Sú tilhneiging var einnig
fyrir hendi að fjölga þjóðvegum, þar sem kostnaður við þá var
greiddur af almannafé, en á aukavegum hvíldi kvöð eftir sem
áður. Þannig jafnaðist vegagjaldið á lengri leiðir og dugði hvergi
til að halda þjóðvegum við. Væru nýir vegir lagðir, dröbbuðust
þeir fljótlega niður. Við aukavegina var lítið gert. Enn sem fyrr
reyndist skylduvinna óvinsæl, auk þess sem sýslumenn gátu ekki
fylgzt náið með framkvæmdunum. Undir þann leka var reynt að
setja með ákvæðum í tilskipun um sveitastjórnir 4. maí 1872, en
þar var hreppsnefndum fengin umsjón aukavega, sýslunefndum
67