Skagfirðingabók - 01.01.1977, Blaðsíða 131
SAMGÖNGUR í SKAGAFIRBI
leit, að hið háttvirta alþingi láti sjer þetta nytsama fyrirtæki
njóta góðs af hinum lofsverða áhuga á samgöngubótum, sem
einkennt hefur þingið á síðustu árum, og veiti til þess 25
þúsund króna styrk úr landssjóði.“
Á alþingi 1897 flutti Ólafur Briem viðaukatillögu við fjárlög
fyrir árin 1898 og 1899. Hann lagði til, að á seinna ári gildis-
tíma laganna yrði 25000 krónum varið til brúargerðar á vestari
kvísl Héraðsvatna. „Fjárveitingin er bundin því skilyrði, að sýslu-
nefr.d Skagafjarðarsýslu leggi fram það fje, er þarf til að full-
gjöra brúna umfram landssjóðsstyrkinn, og sanni með vottorði
verkfræðings, að verkið sje traust og vandað, og brúin lestheld.“21
Fjárlaganefnd neðri deildar taldi ráðlegt að bíða eftir áliti þeirrar
nefndar þingsins, sem athugaði brúarmál, hér væri um svo háa
upphæð að ræða, að ekki mætti flana að neinu. Framsögumaður
nefndarinnar áleit að auki, að áætlanirnar væru ekki nógu ná-
kvæmar.22
Ólafur Briem taldi þessa brúargerð beint framhald af brúar-
gerðinni á eystri Vötnin, enda kæmi sú brú ekki að fullum notum
fyrr en Vesturósinn væri einnig brúaður. Vegurinn væri fjölfar-
inn, enda lægi hann til Sauðárkróks, aðalkauptúns sýslunnar. Hann
taldi það fjarstæðu, að áætlunin væri ekki nógu vel unnin. Hún
væri byggð á reynslu, sem fengizt hefði við smíði eystri brúar-
innar, og gerð af sama manni, Einari Guðmundssyni á Hraunum.
Enginn munur væri á þessum brúm, nema hvað lengdina snerti,
eystri brúin væri 130 álnir, en þessi yrði 650.23 Þessi tillaga
Ólafs var felld. Alþingismönnum þótti í fullmikið ráðist, þar sem
ákveðnar höfðu verið aðrar brúagerðir. Hins vegar voru á fjár-
lögum veittar 3500 krónur til að fá æfðan, norskan verkfræðing
til að rannsaka brúastæði á Jökulsá í Axarfirði og á Héraðsvötn
hjá Ökrum. Þessi brú var þannig úr sögunni í bili, þar sem sýslu-
nefnd taldi ókleift, að sýslusjóður gæti einn borið allan kostnað
vegna þessa verks.
Árið 1904 kom brú á vesturós Vatnanna enn til umræðu. Sýslu-
nefnd taldi, að þar sem Sauðárkrókur væri aðalkauptún sýsl-
9
129