Skagfirðingabók - 01.01.1977, Blaðsíða 120
SKAGFIRÐINGABÓK
skuld mikinn áhuga á framgangi þessa máls, og sýslunefnd fékk
nefndarmanni Viðvíkurhrepps það verkefni að efna til samskota
meðal þeirra og nota það fé, sem þannig fengist, til að flytja grjót
að hinu fyrirhugaða brúarstæði.
Einar á Hraunum og Sigurður á Hellulandi lögðu athuganir
sínar fyrir annan fund sýslunefndar vorið 1893:
„Seint á næstl. sumri, þegar vötn voru lítil, fjekk jeg
undirskrifaður herra Sigurð Olafsson á Hellulandi með mjer
til þess að við í sameiningu skoðuðum austari Hjeraðsvötnin
undan Gljúfurá, eða við svokallað Krakanes, þar sem menn
hafa álitið líklegasta stað til að brúa þau. Var það samhuga
álit okkar, að þetta mundi vinnandi verk, ef nægilegt fje
gæti að öðru leyti fengist til þess, og skal jeg nú leyfa mjer
að skýra nákvæmar frá því.
Að austan er hörð grjóteyri og er bein þverlína frá henni
yfir á traustan og góðan grasbakka 126 faðmar á lengd.
Vötnin renna þar mestöll í fremur mjóum ál austur við eyr-
ina, og mældist okkur dýpið á honum 4 al. í miðjunni. Þegar
komið var 12 faðma frá eyrinni var talsvert farið að grynna
og hjerumbil 20 föðmum vestar var sandurinn orðinn alveg
þurr alla leið vestur úr. Það var nú álit okkar, að þarna á
sandinum mætti gera grjótgarð alla leið austurundir álinn
og leggja svo brú af honum austur á eyrina, er ekki þyrfti
að vera lengri en hjerumbil 50 al. Skyldi austurhorn garðsins
vera mikið í sjer og vel vandað, með öflugri trjegrind utan
um, og á eyrinni hlaðast sementeraður grjótstöpull undir
brúarendann þar. A þessum stað hagar svo vel til, að alls
engin hætta sýnist á, að Vötnin breyti sjer þar; aðalkraptur
vatnsins hlýtur ætíð að renna austur við eyrina og er því
hættulaust að hasla Vötnunum algerlega völl þar með grjót-
garðinum vestanfrá. Þó kynni sumum ef til vill að sýnast
ráðlegra að hafa tvær brýrnar — aðra stutta fyrir vestan
aðalbrúna — svo Vötnin gætu líka haft framrás þar í mikl-
um vatnavöxtum. En við það er að athuga, að væri þeim á
118