Skagfirðingabók - 01.01.1977, Blaðsíða 123
SAMGÖNGUR í SKAGAFIRBI
vita heimild til að velja sér tvo menn til ráðuneytis í öllu því,
sem lyti að smíði brúarinnar og gæti ekki beðið næsta fundar
sýslunefndar. Sýslumaður valdi Einar á Hraunum sér til fulltingis,
og sáu þeir um öll efniskaup og flutning þess að brúarstæðinu.
Þá hafði mikið grjót verið tekið upp í samræmi við ályktun nefnd-
arinnar 1893, en ekki flutt á sinn stað. Sýslunefnd beindi þeim
tilmælum til nefndarmanna úr Rípur- og Viðvíkurhreppum, að
þeir sæju um flutninginn. Kaup manna við grjótvinnuna var
ákveðið 20 aurar á tímann og fyrir hest með sleða það sama.
Sýslunefnd taldi nú, að 4000 krónur vantaði til brúarinnar og fóL
oddvita að útvega samþykki amtsráðs fyrir 3500,00 króna láni á
ábyrgð sýslusjóðs. Amtsráð veitti umbeðna heimild og taldi heppi-
legast að greiða lánið með jöfnum afborgunum á 10 árum.
Grjótvinnan var af hendi leyst árið 1894, og þann 16. janúar
1895 ritar Olafur Sigurðsson í Asi í dagbók sína, að menn hafi
„byrjað brúarsmíðið“, 27. febrúar var „látið á nokkuð af brúnni“,
og 8. marz var „reist öll brúin“. Kostnaður var þá kominn í
7925,00 krónur. Hún var smíðuð með „nýju fyrirkomulagi, þannig
að brúin, sem er alls 130 álnir á lengd, hvílir á trjestólpum, sem
reknir eru niður í vatnafarveginn. Þetta fyrirkomulag hefur þótt
vel gefast, og þykir einkum henmgt á lygnum vötnum, er renna
á breiðum söndum, eins og Hjeraðsvötnin, eptir að þau kvíslasr
um Hegranesið“.19
Þegar sýslunefnd kom saman til aðalfundar veturinn 1895 var
smíði brúarinnar vel á veg komin. Á fundinum flutti Sigurður á
Hellulandi tillögu um, að sýslan keypti nokkur 10 álna löng tré
til að reka niður undir stöpla brúarinnar, en hún náði ekki fram
að ganga. Sennilega hafa nefndarmenn álitið heppilegast að vera
vel undir kostnaðaráætlun.
Fyrirhugað var að vígja brúna þann 1. apríl, en þann dag átti
sýslumaður ekki heimangengt, og því var athöfninni frestað, en
þann 25. apríl voru menn aftur saman komnir við brúna til há-
tíðarhalda. Þá flutti Jónas Jónsson í Hróarsdal kvæði það, sem
hér fer á eftir að hluta, og hann hafði saman sett í tilefni þessa
atburðar:
121