Skagfirðingabók - 01.01.1977, Blaðsíða 86
SKAGFIRÐINGABÓK
öllum, sem búast við að búa í hreppnum næsta ár, að kosta af
alefli kapps um að sækja þennan fund og leyfum oss að minna
menn á það, að ekkert félag í heiminum gemr þrifizt, nema lægri
sem æðri styðji það í sameiningu.“8
Flestir bændur hreppsins hlýddu fundarboðinu, og því var fjöl-
menni á Lýtingsstöðum þann 1. apríl. Ef til vill hefur það aukið
fundarsókn, að ræða skyldi m. a. óhóflega neyzlu kaffis og brenni-
víns. En þegar kom að því að ræða um flutningatæki yfir Héraðs-
vötn, voru menn ekki á eitt sáttir, fremur en um drykkina. íbúar
í úthluta hreppsins töldu þessa fyrirætlun óþarfa; ef að fram-
kvæmdum yrði hölluðust þeir þó fremur að ferju en kláf. Bænd-
ur í framhluta hreppsins töldu einkar brýnt, að umferð yfir Vötn-
in væri greiðari, og til þess að svo yrði, væri auðveldast að setja
á þau kláf. Niðurstaðan varð sú, að fimm manna nefnd var kosin
til að kanna staðhætti við Vötnin með tilliti til kláfs og útvega
ferjumann, ef sá yrði valkosturinn.
Hreppsnefnd hélt fund í maí til að ræða niðurstöður nefndar-
innar, en í þeim var eindregið mælt með uppsetningu kláfs, sem
valinn yrði staður hjá Flatatungu; þar yrði hann ótvírætt í alfara-
leið. Þessi kláfdráttur var talinn mjög hagfelld framkvæmd íbú-
um framsveitarinnar, þar sem þeir sækm verzlun að miklu leyti
til Akureyrar. Hreppsnefndin féllst á að styrkja þetta mannvirki
með framlagi úr hreppssjóði, en að auki sótti hún um styrk til
sýslunefndar, nágrannanna í Akrahreppi og til kaupmanna nyrðra.
Eftir hinn vel heppnaða hreppsfund 1. apríl, sem áður er getið,
sendi hreppsnefndin bréf til sýslunefndar, þar sem látin var í Ijósi
sú ósk, að lögferju yrði komið á Héraðsvötn í framhluta Skaga-
fjarðar. Til greina kæmi einnig að setja á þau kláf skammt fyrir
innan Flatatungu, og væri það jafnvel hentugra, því að hann
mætti nota árið um kring. Sýslunefnd fól fulltrúa hreppsins að
kanna, hvar heppilegast væri að hafa ferju og hvort unnt væri að
efna til samskota um smíði kláfs. Nefndin gaf von um, að hún
væri fáanleg til að leggja fram Vs kostnaðarins.
Fyrir öðrum fundi sýslunefndar árið 1878 lá bréf, þar sem
beðið var um 300 króna styrk af sýsluvegasjóði til að koma kláf-
84