Skagfirðingabók - 01.01.1977, Blaðsíða 52
SKAGFIRBINGABÓK
inn fyrir Michaelsmessu (25. sept.) árið 1556. Þar selur Narfi
Ingimundarson Jóni Asgrímssyni jörðina Tungu í Fljótum, er
liggur í Knappsstaðasókn, með tilgreindum kotum: Torgustöðum
(Þorgautsstöðum), Hamri og Jallstöðum. Segir Narfi landareign
jarðarinnar út í árgilið utan við Torgustaði (það er gilið, sem Þor-
gautsstaðaá rennur eftir) og fram í Galtargil. Ég hef reynt án
árangurs að hafa upp á Galtargili, en það hlýmr að vera á Vestur-
Mjóafellsdal. Ain, sem rennur eftir dalnum, heitir Galtará. í þess-
um kaupsamningi er ekki minnzt á kotin Hring og Háakot. Hafa
sennilega ekki verið í byggð eða aðrir átt þau.
Hét býlið á Hringsgerði Jallstaðir? Þá hefur það ekki farið í
auðn í Svartadauða, enda ekki óbrigðul tímasetning, en handhæg
eins og fleiri örlagavaldar í lífi einstaklinga og þjóða. Ég hef
aldrei heyrt þetta nafn fyrr og dottið hefur það úr sögunni fyrir
1700. Var Háakot þarna fyrst og bærinn svo færður neðar í dals-
mynnið? Eða stóð Hringur þarna til forna? Mér finnst það lang-
sennilegasta tilgátan. Umhverfið skapar nafnið. Niður frá, þar
sem Hringsbærinn var, er ekkert það sjáanlegt í náttúrunni, sem
gefur tilefni til þessarar nafngiftar, en á Gerðinu liggur hún í
augum uppi. Klifið og Hryggirnir mynda hálfhring um Gerðið.
Þegar bærinn er færður, trúlega vegna betri landkosta niður frá,
fylgir nafnið með, en Gerðisnafnið kemur í staðinn sem staðfesting
á því, að Hringur á ítök þarna. Fjárhús eru svo höfð áfram á
Gerðinu, enda gott til beitar um Hryggi, Selbungur og fram um
Langahrygg. Túnið nytjað áfram, en annað land verður óskipmr
bithagi. Þær rústir, sem enn sjást af fjárhúsunum, eru ekki mjög
fornar, og gæm húsin vel hafa staðið eitthvað fram á síðustu öld.
Það er með öllu tilgangslaust að vera með frekari tilgátur og
bollaleggingar um nafnið á býlinu. Ljóst er, að bær hefur staðið
hér, en óvíst hve lengi. Hann hefur eins og önnur byggð ból á
landi okkar „átt sína sögu, sigurljóð og raunabögu". En nú þekkir
hana enginn.
50