Skagfirðingabók - 01.01.1977, Blaðsíða 180
SKAGFIRBINGABÓK
framfaraspor, að landssjóður hóf nú að styrkja vegagerð, en meiri
þörf var á auknu fjármagni til vega í byggð, því aðalumferðin
var um þá. Hún fór sívaxandi, en þjóðvegagjaldið hækkaði ekki
að sama skapi og gerði vart betur en halda í horfinu og naumast
það. Þetta varð þingmönnum brátt ljóst, og tóku þeir því að
styrkja sýsluvegasjóði til einstakra framkvæmda á aðalpóstleið.
I kjölfar aukinna fjárveitinga voru fengnir erlendir kunnáttu-
menn til að stjórna og kenna landsmönnum rétt handtök. Aukin
tækni og bættir vegir vöktu síðan áhuga á brúagerð, og ferjum
var komið í betra horf. Með tilskipun um sveitarstjórnir 1872,
þar sem sýslu- og hreppsnefndum var komið á fót, má raunar
fullyrða, að allar aðstæður til félagslegra umbóta hafi gjörbreytzt;
þar var fenginn sá umræðuvettvangur, sem lengi hafði skort.
Arið 1887 voru sett ný vegalög. Þau marka þáttaskil að því
leyti, að með þeim var ákveðið að vegabætur á aðalpóstleiðum
skyldu greiddar úr landssjóði. Aðalpóstleiðir lágu um flest héruð
landsins, og þar með kom einn sæmilegur vegur í flestar sýslur.
Gallinn var hins vegar sá, að þessi vegur lá ekki alltaf þar, rem
mest var umferðin, þ. e. til kauptúnanna. A móti kom, að meira
fé var veitt til sýsluvega. Það nægði samt ekki til að bæta þá
verulega, því í flestum tilfellum varð nokkur lenging þeirra. Hún
varð til þess, að sýsluvegir náðu til flestra íbúa hverrar sýslu.
Innan hvers héraðs var mest umferð til og frá verzlunarstöð-
unum. Til að bæta tengsl þeirra við sveitirnar var ákveðið með
lögum 1893 að leggja svonefndar flutningabrautir frá tilteknum
kaupstöðum til sveita, sem þangað fóru kaupför. Þjóðvegum og
sýsluvegum var ætlað að tengja brautirnar einstökum sveitum.
Þetta áttu allt að vera akfærir vegir, ef því varð við komið. Með
gildistöku þessara laga varð fjárhagsleg bylting í samgöngumál-
um. Loksins var veitt peningum til vega svo um munaði.
Þótt sú hugmynd, sem lá að baki flutningabrautanna, væri
óraunhæf vegna hins bága ástands sýsluveganna, vannst geysi-
mikið með þessum lögum. Fyrst og fremst voru það auknar fram-
kvæmdir við þjóðvegi, sem skiptu sköpum. I fyrstu var megin-
178