Skagfirðingabók - 01.01.1977, Blaðsíða 31

Skagfirðingabók - 01.01.1977, Blaðsíða 31
AF STEFÁNI SVEINSSYNI „paria“, a. m. k. af okkur strákunum. Kúskarnir höfðu það ógöf- uga starf að teyma kerruhesta. Stóðu þeir gjarnan í skjóli eldri mannanna, sem margir voru þeim vænir og föðurlegir. Veitti víst ekki af, a. m. k. hvað hreinlæti og hirðingu varðaði. Þá er aðeins eftir að nefna eina „stétt“, sem mikilvægu hlut- verki gegndi í þessu fjallbúasamfélagi. Það voru ráðskonurnar og aðstoðarstúlkur þeirra. Þær eru til hliðar við þennan stiga, og ekki hægt að raða ofarlega né neðarlega. En vinsælar voru þær og mikils metnar, og mikið kapp lagt á að auðsýna þeim riddara- mennsku í hvívetna. Vinsældir þeirra og hátt mat má ef til vill marka bezt af því, að ein varð eiginkona sjálfs sjeffans, og þrjár aðrar giftust bílstjórum. Sumar voru þó hafnar yfir slík veraldar- ævintýri, ráðsettar og virðulegar, eins og t. a. m. aðalráðskonan í mínum flokki, Helga. Hún var komin af gáskaskeiði, og jafnvel mestu ærslaseggir sefuðust í návist hennar. En nú er mál til komið að víkja að Stefáni. Hann var orðinn fullorðinn vel, þegar hér var komið sögu, og eitthvað var giktin farin að hrjá hann. En hann lét það ekki á sig bíta, en var allra manna glaðastur og fjörugastur. Oft var mannkvæmt í tjaldi Stefáns á síðkvöldum og um helgar, og ekki fyrir að synja, að tappi hrykki úr stút, en allt var það í hófi, nema að sérstök meiri háttar tilefni gæfust. Þar var sungið, þar var ort, og þar var oft mikið hlegið. Stefán var lífið og sálin í þessum hópi. Hann var vel hagmæltur, orti bæði lausavísur og heila bragi, eins og síðar verður vikið að, við sérstök tilefni. Stefán hafði ekki kvænzt, og þótti mörgum undarlegt, því að því fór fjarri, að maðurinn væri óálitlegur, og aldrei hafði það spurzt, að hann væri ekki réttrar náttúru. En svo bárust eitt sinn þau merkistíðindi, að Stefán hefði fastnað sér konu fyrir vestan Skarð. Var margt um það rætt og margt spaugað við Stefán af því tilefni. ... Og þannig liðu vegavinnusumrin. Við strákarnir komum á vorin, eins og farfuglarnir, og undum okkur sumarlangt, og fyrr en varði var vegurinn kominn niður í byggð, hópurinn sundraður og sumarævintýrin endurminning ein .... 29
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162
Blaðsíða 163
Blaðsíða 164
Blaðsíða 165
Blaðsíða 166
Blaðsíða 167
Blaðsíða 168
Blaðsíða 169
Blaðsíða 170
Blaðsíða 171
Blaðsíða 172
Blaðsíða 173
Blaðsíða 174
Blaðsíða 175
Blaðsíða 176
Blaðsíða 177
Blaðsíða 178
Blaðsíða 179
Blaðsíða 180
Blaðsíða 181
Blaðsíða 182
Blaðsíða 183
Blaðsíða 184
Blaðsíða 185
Blaðsíða 186
Blaðsíða 187
Blaðsíða 188
Blaðsíða 189
Blaðsíða 190
Blaðsíða 191
Blaðsíða 192
Blaðsíða 193
Blaðsíða 194
Blaðsíða 195
Blaðsíða 196
Blaðsíða 197
Blaðsíða 198
Blaðsíða 199
Blaðsíða 200
Blaðsíða 201
Blaðsíða 202
Blaðsíða 203
Blaðsíða 204
Blaðsíða 205
Blaðsíða 206
Blaðsíða 207
Blaðsíða 208
Blaðsíða 209
Blaðsíða 210
Blaðsíða 211
Blaðsíða 212

x

Skagfirðingabók

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skagfirðingabók
https://timarit.is/publication/1154

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.