Skagfirðingabók - 01.01.1977, Blaðsíða 31
AF STEFÁNI SVEINSSYNI
„paria“, a. m. k. af okkur strákunum. Kúskarnir höfðu það ógöf-
uga starf að teyma kerruhesta. Stóðu þeir gjarnan í skjóli eldri
mannanna, sem margir voru þeim vænir og föðurlegir. Veitti víst
ekki af, a. m. k. hvað hreinlæti og hirðingu varðaði.
Þá er aðeins eftir að nefna eina „stétt“, sem mikilvægu hlut-
verki gegndi í þessu fjallbúasamfélagi. Það voru ráðskonurnar og
aðstoðarstúlkur þeirra. Þær eru til hliðar við þennan stiga, og
ekki hægt að raða ofarlega né neðarlega. En vinsælar voru þær
og mikils metnar, og mikið kapp lagt á að auðsýna þeim riddara-
mennsku í hvívetna. Vinsældir þeirra og hátt mat má ef til vill
marka bezt af því, að ein varð eiginkona sjálfs sjeffans, og þrjár
aðrar giftust bílstjórum. Sumar voru þó hafnar yfir slík veraldar-
ævintýri, ráðsettar og virðulegar, eins og t. a. m. aðalráðskonan í
mínum flokki, Helga. Hún var komin af gáskaskeiði, og jafnvel
mestu ærslaseggir sefuðust í návist hennar.
En nú er mál til komið að víkja að Stefáni. Hann var orðinn
fullorðinn vel, þegar hér var komið sögu, og eitthvað var giktin
farin að hrjá hann. En hann lét það ekki á sig bíta, en var allra
manna glaðastur og fjörugastur. Oft var mannkvæmt í tjaldi
Stefáns á síðkvöldum og um helgar, og ekki fyrir að synja, að
tappi hrykki úr stút, en allt var það í hófi, nema að sérstök meiri
háttar tilefni gæfust. Þar var sungið, þar var ort, og þar var oft
mikið hlegið. Stefán var lífið og sálin í þessum hópi. Hann var
vel hagmæltur, orti bæði lausavísur og heila bragi, eins og síðar
verður vikið að, við sérstök tilefni.
Stefán hafði ekki kvænzt, og þótti mörgum undarlegt, því að
því fór fjarri, að maðurinn væri óálitlegur, og aldrei hafði það
spurzt, að hann væri ekki réttrar náttúru. En svo bárust eitt sinn
þau merkistíðindi, að Stefán hefði fastnað sér konu fyrir vestan
Skarð. Var margt um það rætt og margt spaugað við Stefán af
því tilefni.
... Og þannig liðu vegavinnusumrin. Við strákarnir komum
á vorin, eins og farfuglarnir, og undum okkur sumarlangt, og fyrr
en varði var vegurinn kominn niður í byggð, hópurinn sundraður
og sumarævintýrin endurminning ein ....
29