Skagfirðingabók - 01.01.1977, Blaðsíða 53
HALAVEÐRIÐ Á MALLÖNDUNUM
eftir FREYSTEIN Á. jónsson frá Ytra-Mallandi
í birtingu að morgni sunnudagsins 8. febrúar 1925 ráku
bændur á Ytra- og Syðra-Mallandi fé sitt til beitar. Þennan morg-
un var stafalogn og frostlítið. Um nóttina hafði kyngt niður fönn,
brim var firna mikið og loft þungbúið. Ekki var hægt að hleypa
fénu í fjöruna, eins og venjulega, vegna brimsins, heldur varð að
reka það strax á haga. Loftvog stóð lágt og var fallandi.
Svo háttar til á Mallöndunum, að hamrabelti er fyrir ofan bæ-
ina, sums staðar allhátt, en tvö skörð eru í það, annað upp af
Mallandsvíkinni, en hitt lítið eitt sunnar, það er kallað Klif. Fyrir
ofan hamrana taka við töluvert breiðar urðir, stórgrýttar og gróð-
urlausar með öllu. Síðan koma beitilönd, og þangað þurfti að reka
féð. Þar fyrir vestan tekur Skagaheiðin við, víðáttumikil og óbyggð.
Þá bjó á Syðra-Mallandi Ásgrímur Árnason með aldraðri móð-
ur sinni, Baldvinu Ásgrímsdóttur, en á Ytra-Mallandi var tvíbýli,
og bjuggu þar hjónin Jón Þorfinnsson og Guðrún Árnadóttir, svo
og Skúli Sveinsson með dóttur sinni, Kristrúnu. Jón var ekki heima
þennan dag, því hann vann mikið við smíðar utan heimilis, bæði
innan sveitar og utan. Daginn áður hafði hann farið inn í Laxár-
dal, áleiðis til Sauðárkróks. Angantýr sonur hans annaðist fjár-
geymsluna á meðan, en hann var þá 15 ára gamall.
Fyrrgreindir þrír menn, Ásgrímur, Skúli og Angantýr, ráku féð
í sameiningu upp á svokölluð Sund. Latti Skúli þess mjög, sagði
51