Skagfirðingabók - 01.01.1977, Blaðsíða 106
SKAGFIRÐINGABÓK
1. Fyrir mann ................................ 0,25 aurar
2. Fyrir hest eftir ferju..................... 0,05 „
3. Fyrir klyfjar með reiðingi................. 0,15 „
4. Fyrir lausan reiðing ...................... 0,05 „
5. Fyrir sauðkind ............................ 0,04 „
Þegar hér er komið sögu, höfðu ferjur að mestu lokið þjónustu
sinni, er verið hafði héraðsbúum og öðrum vegfarendum til mikils
hagræðis. Eftir voru dragferjurnar á Vesturósnum og Akrahyl, en
einnig var enn ferjað frá Húsabakka yfir Héraðsvötnin og á Djúpu-
kvísl frá Marbæli eða Jaðri.
Arið 1903 rann út sá tími, sem landssjóðsstyrkurinn til drag-
ferja var miðaður við. Það ár flutti Olafur Briem tillögu um
áframhaldandi styrk til þeirra.13 Hún var samþykkt, enda litu
þingmenn margir hverjir svo á, að þessi styrkur ætti að haldast,
þar til Vesturósinn yrði brúaður.11
Af framangreindu má ráða, að Skagfirðingar hafa kappkostað
að koma upp ferjum yfir þær ár, sem voru farartálmar á fjölförn-
um samgönguleiðum. Byrjunarörðugleikar voru nokkrir, einkum
hvað viðkom ráðningu ferjumanna. Þegar sú þraut var leyst, gekk
ferjuhald snurðulítið og var til fyrirmyndar.
Styrkir landssjóðs gerðu mönnum kleift að koma upp drag-
ferjum og brú á Vötnin; þær framkvæmdir leystu af hólmi átta
smærri ferjur. Þeir smðluðu og að lækkun ferjutolla, og þar með
gátu flestir notað þessi samgöngutæki, en á því hafði verið nokk-
ur misbrestur; fátækasti hluti héraðsbúa veigraði sér við að taka
sér far vegna gjaldsins, en þess ber að geta, að flestir ferjumenn
voru einkar liðlegir viðskiptis og fóru marga ferðina án endur-
gjalds. Skagfirðingar gátu ekki kvartað um sinnuleysi þingmanna,
hvað þetta varðaði. Þeir voru yfirleitt ekki fastheldnir á pyngjuna,
er þessi mál komu til kasta alþingis. Það má einkum þakka ötulli
framgöngu þingmanna héraðsins og þeirri atorku, sem Skagfirð-
ingar sýndu með brúagerð sinni. Hér við bætist stefnubreyting
innan þingsins. Lengst af 19. aldarinnar var sparnaðarhugsjónin
104