Skagfirðingabók - 01.01.1977, Blaðsíða 32
SKAGFIRBINGABÓK
Rúmum hálfum öðrum áratug síðar rakst ég inn á fornbók-
sölu á horni Hverfisgötu og Snorrabrautar í Reykjavík. Þetta var
lítil kompa og gífurlegir bókahlaðar hvarvetna. Ekki aðeins í
hillum frá gólfi til lofts, heldur einnig í kössum, haugum og stöfl-
um, svo að varla varð fæti niður drepið. Þetta var sannarlega
girnileg búð, margt að gramsa í og skoða, lykt af gömlum blöð-
um og neftóbaki.
Mitt í öllum þessum býsnum grillti í grátt höfuð. Hver skyldi
það þá vera annar en Stefán minn, orðinn fornbóksali í Reykja-
vík. Er nú skemmst sagna, að með okkur endurnýjuðust gömul
kynni (sem að vísu voru ekki mikil, því að eins og lesandinn
minnist var ég af mun lægri stétt og menn virtu slíkan mismun
í þá daga!), sem treystust og urðu smám saman að vinarböndum.
Um skeið mátti sá dagur heita mikill annadagur, ef ekki var tími
til að staldra við á horninu hjá Stebba, fá korn í nefið, spjalla
stundarkorn og líta yfir nokkrar skræður og handleika. Ymsir
eigulegir hlutir flutmst úr horni Stefáns yfir í mitt bókaskot, og
það var ekki allt dýru verði keypt. Fastur varð og sá siður að líta
inn á Þorláksmessu og mynnast ögn við vasapela Stefáns. Þá komu
stundum fleiri vinir og áttu góða stund.
En nú var Stefán orðinn slæmur til gangs og oft þjáður af gikt
og liðakölkun. Mikil mátti þó vanlíðan hans vera til þess að glað-
sinni hans og hýr glampi augnanna dofnaði. Eitt sinn minnist ég
þess þó, að Stefán væri sérlega daufur og illa haldinn. Hafði ég
orð á því og bætti við, að betur væri, að hann hefði sama hugarfar
og sá sem kvað þessa vísu:
Þrautahrelling þyngir spor,
þjakað ellin getur;
um andans velli er eilíft vor,
enginn fellivetur.
„Þetta er lagleg vísa,“ segir Stefán. „Ég hef ekki heyrt hana.
Er hún norðlenzk?"
„Já, Stefán minn, norðlenzk er hún, og ég lærði hana af höf-
30