Skagfirðingabók - 01.01.1977, Blaðsíða 55
HALAVE6RIB Á MALLÖNDUNUM
honura ekki góðar. Hann giskaði á, að þeir hefðu rekið féð upp á
Sund og hélt strax af stað til hjálpar.
Asgrímur kom heim skömmu eftir að Magnús fór. Höfðu þeir
farið á mis í hríðinni. Hann fékk sér hressingu og fór svo aftur
með hlífðarföt og hundana, sem til voru á bænum. Leið nú langur
tími, en þá kom Magnús aftur og hafði farið um Sundin þver og
endilöng, en hvergi fundið féð eða mennina. Fór hann fljótt til
leitar á ný, því eftir tilvísun Asgríms, vissi hann nú, hvar leita
skyldi. Með honum fór Kristrún, dóttir Skúla. Hún var vön úti-
vinnu og karlmannsígildi til allra verka. Sagðist svo frá síðar, að
ekki hefði hún verið óduglegri við að koma fénu áfram en karl-
mennirnir. Hún var 23 ára, er þetta gerðist.
Þau fundu þá félaga fljótt, og nú var tekið til óspilltra mál-
anna, breytt var um stefnu og féð rekið skáhallt við rokið, inn
yfir Fossalækinn, og síðan yfir Stekkjarmýrina að sunnanverðu.
En nú var eftir að klífa örðugasta hjallann: það var að koma fénu
upp úr mýrinni niður á urðirnar. Tókst það á löngum tíma, en
þá fór að ganga betur. Rokið hafði rifið allan lausan snjó af urð-
unum, svo færð var þar betri. Og með því að leiða eina kindina
á undan, tókst að fá hitt féð til að renna á eftir. Loks undir kvöld
hafði tekizt að koma því niður um Klifið. Tvær kindur fótbrotn-
uðu í urðinni fyrir neðan Klifið, og varð að bera þær heim í hús.
Liðnir voru 10 tímar síðan hríðin skall á þar til búið var að
hýsa féð. Voru menn orðnir þreyttir og svangir og féð uppgefið.
Ekki mun kvenþjóðinni á bæjunum hafa liðið vel þennan dag.
I Ketu var Sigurbjörg Sveinsdóttir, kona Magnúsar, heima með
fjögur börn; á Syðra-Mallandi Baldvina, móðir Asgríms, með þrjú
börn; á Ytra-Mallandi Guðrún, kona Jóns Þorfinnssonar, með
tvö börn. Hún var að sækja vatn handa kúnum, þegar hríðin skall
á, og komst við illan leik til baka með tómar föturnar. Síðan var
beðið milli vonar og ótta allan daginn til kvölds, en þá loksins
var komið með féð.
Ekki var konum eða börnum fært út í þetta veður. Kindur,
sem í húsum voru, svo og hrútar og lömb, fengu enga gjöf fyrr
53