Skagfirðingabók - 01.01.1977, Blaðsíða 43
AF STEFÁNI SVEINSSYNI
í sveitinni öðru en vinnumennsku eða lausamennsku. Stefán var
þá farin nað reskjast, kominn nokkuð á sextugsaldur og naumast
lengur fær til mikillar erfiðisvinnu, sakir mjaðmakölkunar, sem
ágerðist svo, að hann átti orðið erfitt um gang. Þá kom það og til,
sem áður greinir, að hann hafði fastnað sér konu, og ekki ólík-
legt að fjölskyldan kynni að stækka. Vafalaust hefur hugur Stefáns
oft hvarflað að því, hvern kost skyldi helztan upp taka. En það
voru raunar fleiri en Stefán, sem að framtíð hans hugðu. A. m. k.
þóttist Stefán verða þess áskynja hjá einhverjum sveitungum sín-
um, að þeir væru ekki með öllu áhyggjulausir. „A hverjum myndi
bagginn lenda, ef heilsulaus maðurinn færi að hlaða niður ómegð?“
Það hefur sjálfsagt ekki þurft að hvísla spurningum sem þessum
oft í eyra Stefáns, ef ég þekki hann rétt, til þess að hann tæki mið
af slíkum ábendingum. Hann ætlaði svo sannarlega ekki að verða
Bólstaðarhlíðarhreppi til byrði! Og árið 1946 var sveitin kvödd,
og þau hjón héldu suður á land. Hvorugt þeirra vissi hvað beið.
Þegar til Reykjavíkur kom, stóðu þau uppi vegalaus, því að
eins og menn muna, var á þeim árum ákaflega erfitt að fá hús-
næði á leigu í höfuðborginni, a. m. k. ef menn áttu ekki drjúga
fúlgu til fyrirframgreiðslu. En veraldarauður Huldu og Stefáns var
léttur í poka. Þau tóku þá það til bragðs að ráða sig í vinnu að
Reykjalundi. Þar stóðu þá yfir miklar byggingarframkvæmdir.
Hulda vann við mötuneytið, og Stefán stundaði byggingarvinnu,
sem var honum þó ákaflega erfið. Að loknum fyrsta vetrinum
fengu þau hentugra starf: húsvarðarstarf hjá Sjóklæðagerð Is-
lands. Það starf höfðu þau á hendi í ein átta ár.
Nú gafst Stefáni betra tóm til þess að sinna hugðarefnum sín-
um, en það var bóklestur. Jafnframt því fór hann að verða ýms-
um bókhneigðum kunningjum sínum hjálplegur við útvegun
gamalla bóka og tímarita. Við þetta safnaðist smátt og smátt fyrir
hjá honum talsvert af ýmiss konar lesefni, og um leið fjölgaði
þeim, sem leituðu á fund hans. Líkaði Stefáni þetta vel, en jafn-
framt leiddi af viðskiptunum dálitla tekjubót.
Árið 1955 hafði hagur þeirra hjóna rýmkazt svo, að þau gám
fest kaup á lítilli íbúð. Hulda hóf þá fæðissölu þar. Og um svipað
41