Skagfirðingabók - 01.01.1977, Blaðsíða 178
SKAGFIRÐINGABÓK
frusu Vötnin ekki, einkum á straumamótum, og á vissum stöðum
„ám þau af sér“.5 Því varð að gæta fyllstu varúðar.
A Miklavatni kom oft sprunga í ísinn um þvert vatnið, frá
Gilseyri í stefnu á Langatanga. Stafaði hún af mismun flóðs og
fjöru, sem gætti í vatninu, „og var hún mjög misbreið og breyti-
leg“.°
Vakirnar á Ashildarholtsvatninu voru stórhættulegar, „því þar
var hyldjúpt og hestarnir á sundi, ef niður fór“.7 Þessar vakir
mynduðust nokkru vestar en núverandi heitavatnsborholur eru,
þar sem vatn er fengið til hitaveitu á Sauðárkróki, en þar er heitt
uppstreymi frá botninum. Sökum þess fraus vatnið ekki á þessum
stað, nema í aftakafrostum og át af sér ísinn um leið og linaði.
Vakirnar lágu örskammt frá aðalsleðaleiðinni framan úr firð-
inum, og því voru þær sérlega hætmlegar. Sýslunefnd lagði sitt af
mörkum til að koma í veg fyrir slys á þessum stað, og var framlag
hennar svonefndar vakarsúlur, sem settar voru á ísinn í grennd
við vakirnar. Það voru tréstangir á stétt og var grjóti hlaðið að.
Þessar súlur stóðu ferðamönnum til leiðbeiningar þar til ísa leysti.
Jón á Reynistað segir, að þetta hafi verið mjög þörf varúðarráð-
stöfun, sem óefað hafi bjargað bæði mönnum og hestum frá
grandi, meðan aðalumferðin var úr framhéraðinu yfir vetrarmán-
uðina.8
Skagfirðingar höfðu þessar vetrarleiðir umfram flesta aðra lands-
menn og voru að því leyti betur settir. Og þegar flestir þurftu
að brjótast í kaupstað með trússahesta sína, gátu Skagfirðingar
tekið undir með Baldvin skálda Jónssyni, er hann orti:
Margir aka matvælum
menn, sem taka í kaupstaðnum
vatnaþakið óhult um;
undir brakar sleðunum.0
Tilvitnanir:
1 Ur fórum Stefáns Vagnssonar, bls. 67.
2 Sama rit, bls. 67—68.
3 Sama rit, bls. 70.
176