Skagfirðingabók - 01.01.1977, Blaðsíða 116
SKAGFIR9INGABÓK
stæði þar á klöpp, en að austan yrði að hlaða grjótstöpul. Það var
gert næsta sumar. Meira var ekki aðhafzt að sinni.
Arið 1881 var þessi ákvörðun endurskoðuð. Sú endurskoðun
leiddi til þess, að ákveðið var að færa brúna spölkorn ofar; þar
var talin betri undirstaða og hægara um vik að ná í hentugt
hleðslugrjót í stöpla.
Vel gekk að útvega efnivið til brúarinnar, og var honum ekið
á vettvang veturinn 1881. Þá var brúarstæðið endanlega athugað
af tveim sýslunefndarmönnum. Þeir fundu ekkert, sem gat gefið
tilefni til að færa það, og var brúin smíðuð og sett á ána haustið
eftir. Hún var 20 álnir á lengd og 3 á breidd.12
Sýslunefnd ætlaðist til, að landssjóður greiddi V\ kostnaðar við
brúna, þar sem hún yrði ekki aðeins á póstleiðinni milli Akur-
eyrar og Reykjavíkur, heldur einnig á takmörkum sýsluvegarins
og fjallvegarins yfir Oxnadalsheiði. Amtsráð vildi ekki fallast á
þessa skoðun. Það taldi, að einungis helmingur kostnaðarins ætti
að greiðast úr landssjóði, því að brúin væri að öllu leyti á sýslu-
vegi. Sýslunefnd hélt fast við sína skoðun. Hún áleit sýsluvegi
ekki ná lengra en byggðin og taldi fráleitt, að byggðin teygði sig
að Valagilsá. Þar að auki hefði landssjóður áður viðurkennt ána
sem endimörk fjallvegarins með því að kosta vegabætur þar í
grennd. Þessari deilu lauk með því, að landssjóður greiddi helm-
ing kostnaðar við brúargerðina, en brúin kostaði alls 1130 krón-
ur.
Arið 1885 tók brúna af í stórkostlegum flóðum. Annar stöpull-
inn brotnaði, og brúin grófst að mestu í stórgrýti. Tilraunir til að
grafa hana upp voru strax gerðar, en þær mistókust. Sýslunefnd
ákvað ári síðar að gera enn eina tilraun til að ná brúnni upp.
Jafnframt var samþykkt að sækja um styrk landssjóðs, þar sem
brúin væri á aðalpóstleið í sýslunni. I þetta sinn tókst að ná upp
mestöllum viðnum, og samþykkti sýslunefnd síðan á fundi 1889
að bjóða landssjóði timbrið til kaups, ef hann tæki að sér endur-
byggingu brúarinnar, en nefndin taldi brýna nauðsyn bera til þess.
Amtsráð var nefndinni sammála að þessu sinni og skoraði á lands-
höfðingja að láta rannsaka nýtt brúarstæði og gera síðan ráðstaf-
114