Skagfirðingabók - 01.01.1977, Blaðsíða 164
SKAGFIRÐINGABÓK
og lagning þeirra borgaði sig ekki. Sumir töldu jafnvel hentugra
að styrkja samgöngur á sjó fremur en halda framkvæmdum áfram.
Einni röksemd enn var beitt gegn flutningabraumnum. Hún var
sú, að mun meira fé þyrfti til þjóðvega, þar sem þeir væru vegir
landsins alls, en flutningabrautirnar einungis vegir einstakra hér-
aða. Það væri auk þess miklu hentugra, því viðgerð þjóðvega
kostaði mun minna en bætur á flutningabrautum.
Valtýr Guðmundsson hafði látið þess getið, að erlendis væru
menn að hverfa frá akbrautalagningu og sneru sér í æ ríkara
mæli að járnbrautum.5 I nefndaráliti um samgöngumál, sem al-
þingi 1895 ræddi nokkuð, er sá möguleiki að innleiða járnbrautir
fyllilega talinn koma til greina.0 Nefnd sú, sem þingið kaus, taldi
flutningabrautirnar það hentugasta, sem hingað til hefði verið
gert, en það væri á engan hátt sannað, að sú stefna væri hin bezta
fyrir landið. Vildu ýmsir þingmenn, að hægt yrði farið í sakirnar
með frekari lagningu flutningabrauta, þar til hagkvæmni járn-
brauta hefði verið könnuð. Þessi stefna varð ofan á. Arin 1896
og 1897 var 45.000 krónum varið til flutningabrauta hvort ár,
en síðan lækkaði þessi upphæð nokkuð. Á þinginu 1897 töldu
menn heppilegra að lækka fjárveitingu til brautanna, en „hækka
fjárveitinguna til þjóðveganna að miklum mun, og ætlum að það
komi að meiru almennu gagni, en þótt byrjað væri á nýjum flutn-
ingabrautum að svo komnu'-.1
Atökin um flutningabrautirnar virðast í höfuðatriðum hafa ver-
ið milli þingmanna úr héruðum, þar sem engin braut var fyrir-
huguð, og þeirra, sem þær áttu að fá. Inn í þetta kemur líka
togstreita milli þingmanna að fá sem mest í sitt hérað, en mikill
ójöfnuður ríkti sem fyrr milli einstakra landshluta.
Arið 1901 lét fjárlaganefnd neðri deildar taka saman skrá um
skiptingu vegabótafjár landssjóðs árin 1892—1901. Fjárveitingar
til brúa eru ekki meðtaldar.8
Skaftafellssýslur
Rangárvallasýsla
Árnessýsla
162
kr. 20.130
— 33.800
— 193.800