Skagfirðingabók - 01.01.1977, Blaðsíða 70
SKAGFIRBINGABÓK
komið á fót, og tóku þær við eftirliti sýslumanna með þjóðveg-
um.3
Það má víst vera, að tilskipun um vegi hafi að nokkru leyti
fallið um sjálfa sig. Skipting veganna í tvo meginflokka, og ein-
ungis öðrum viðhaldið af almannafé, en hinum með skylduvinnu,
hlaut að draga þann dilk á eftir sér, að þjóðvegum fjölgaði. Þess
vegna nýttist fé, sem til þeirra rann, miklum mun verr en til var
ætlazt. Sú fjárhæð, sem árlega rann til þjóðvega, var um 14400
krónur.
„Þótt nú gjald þetta kunni að sýnast ekki mjög lítið,
þegar það er skoðað út af fyrir sig, verður það þó sára
lítil upphæð, þegar það er borið saman við lengd veg-
anna á landi voru, og þess gætt, að mikið af því hlaut
að ganga til að halda við vegunum, svo að þeir yrðu eigi
ófærir yfirferðar, og var þá ekki furða, þótt lítið yrði
eptir til nýrra vegagjörða, sem nokkuð kvæði að, einkum
þegar hvert hérað, eins og vonlegt var, dró til sín sem
mest af gjaldi því, sem þar greiddist, til að bæta úr þeim
þörfum, er því lágu næst, en við þetta tvístruðust hin
litlu efni.“4
Reynt var að hamla gegn of mikilli dreifingu vegabótafjárins
með tilskipun um sveitarstjórnir 4. maí 1872. Þar var amtsráðum
heimilað að verja allt að þriðjungi þessa fjár úr hverri sýslu til
framkvæmda á þjóðvegum amtsins utan hennar.5 Þessi ráðstöfun
varð mjög óvinsæl, enda þurfti hver sýsla allra sinna muna með.
Flestar heimildir eru samhljóða um, að þessi tilskipun hafi ekki
borið tilætlaðan árangur, hvað snertir betrumbætur veganna, hins
vegar hafi hún orðið grundvöllur næstu lagasetninga um vegamál,
þar sem þá voru peningar lagðir til vega, að vísu í litlum mæli,
en þó var það spor í rétta átt.°
„Með tilskipun 15. marz 1861 var nú gjörð alvarleg
tilraun til að koma vegamálinu í betra horf, og má ekki
68