Skagfirðingabók - 01.01.1977, Blaðsíða 88
SKAGFI RÐIN GABÓK
Þar sem eyrarnar byrja, sem er lítinn spöl fyrir utan Árbæ
(sic.) — fremsta bæinn í dalnum að austanverðu — hefir
alloptast verið fremur gott vað, en nú síðastliðið ár, og nú
í vor í leysingunum, breytti áin algjörlega legu sinni á eyr-
unum og féll öll í einn „stokk“ að vesmrlandinu, svo ekki
eru nein tök á að ríða hana nokkurs staðar, þótt í minnsta
vexti væri, fyrr en kemur langt fram á afrétt. Mjög litlar
líkur eru til þess, að áin fyrst um sinn færist úr þeim farvegi,
er hún nú rennur í, því eyrunum hallar öllum til muna til
vesmrs.
Afleiðingarnar af þessu vaðleysi árinnar eru þær, að við
ekki getum aflað okkur nauðsynja þeirra, sem við þurfum
að sækja til verzlunarstaðarins (Sauðárkróks), einkum að vor-
inu, meðan „flóð“ standa yfir, eða haft samgöngur við Vest-
urdalsbúa, eða þeir við okkur, nje sóknarpresmrinn í Goð-
dölum haldið uppi messum á annexíu sinni, Árbæ, og við
þar af leiðandi algjörlega útilokaðir frá því að geta hlýtt á
guðsorð, annars staðar en í heimahúsum, því til þess að geta
sótt kirkju að Silfrastöðum ... þarf að fara yfir afar mikið
gljúfragil, er liggur skammt fyrir utan bæinn á Merkigili
og heitir Merkigil. Á sú, er fellur eptir gili þessu, er afar
vont vatnsfall og opt og tíðum langa tíma, einkum að vor-
inu, með öllu ófær. Þegar því svo stendur á, er á engan hátt
hægt að komast burm frá þeim tveim bæjum, Merkigili og
Árbæ, þótt líf manns liggi við.
Undan Skatastöðum hefir um mörg ár undanfarin verið
kláfdráttur, aðeins fyrir menn, en sökum efnaskorts hefir
ekki verið hægt að gjöra hann svo úr garði, að vel mætti
kalla. Fyrir því náði jakahlaup, er í ána kom síðastliðinn
vetur, kláfnum, og eyðilagði hann og kaðlana gjörsamlega,
en þar sem ferja þessi er okkur eins nauðsynleg og hún er,
þá réðumst við í að kaupa svera og nægjanlega sterka vír-
strengi undir hestaferju, er kostuðu 80 krónur, í fullu trausti
þess, að okkur mundi svo veitast af opinberu fé, að við kæm-
86