Skagfirðingabók - 01.01.1977, Blaðsíða 183
SAMGÖNGUR í SKAGAFIRBI
var rofin einangrun þeirra. Reksturinn gekk yfirleitt vel, enda
áttu þeir framundan langa lífdaga.
Ferjumál Skagfirðinga voru í góðu lagi. Eftir 1874 voru þau
tekin föstum tökum og landeigendur „skikkaðir“ til að halda lög-
ferju, ef sýslunefnd taldi það henta. Dragferjurnar á Vötnunum
leystu smærri ferjur af hólmi og spöruðu mönnum margt hand-
takið. Þær voru á fjölförnustu stöðunum, og jókst enn notkun
þeirra, er landssjóðsstyrkur fékkst 1901 til að greiða ferjumönn-
um kaup.
Merkilegasta framkvæmd Skagfirðinga á sviði samgangna var
tvímælalaust brúagerðin. Það er einstakt á þessum tíma, að menn
skyldu samþykkja að skattleggja sjálfa sig til slíkra framkvæmda.
Margir hafa vafalaust samþykkt þetta í hrifningarvímu þjóðhá-
tíðarársins, aðrir hafa álitið, að skattlagningin tæki aðeins til
hinna þriggja brúa, sem voru fyrirhugaðar í upphafi. En smám
saman varð skatturinn fastur tekjustofn, brúagjald. Innheimta
þess gekk treglega, þar til framkvæmdir hófust að marki. Þá
greiddu menn gjald sitt möglunarlaust, enda auðséð, hver sam-
göngubót brýrnar voru.
Þetta frumkvæði Skagfirðinga vakti athygli. Þorvaldur Thor-
oddsen taldi það mikinn sóma fyrir Skagfirðinga, hve vel þeir
höfðu brúað hjá sér,1 og ótaldar voru þær krónur, sem þingmönn-
um héraðsins tókst að fá til ýmissa samgöngubóta vegna brúa-
gerðarinnar.
Arið 1897 flutti Björn Sigfússon, þingmaður Húnvetninga,
frumvarp til laga um „sjerstakt gjald til brúagjörða“.2 Þetta frum-
varp flutti hann fyrir áeggjan sýslunefndar Húnavatnssýslu. Þar
er gert ráð fyrir, að sýslunefndum væri heimilt að leggja á sýslu-
búa sérstakt gjald til að byggja brýr. Þetta frumvarp var sam-
þykkt; vart er að efa, hvaðan Húnvetningar hafa fengið fyrir-
myndina.
Brýrnar entust yfirleitt vel og þörfnuðust flestar lítils viðhalds.
Það var einkum að þakka góðum undirbúningi og völundarsmið-
um. Að öðrum ólöstuðum bar Einar Guðmundsson á Hraunum
181