Skagfirðingabók - 01.01.1977, Blaðsíða 50
SKAGFIRBINGABÓK
beitarhúsum frá smábýli eins og Hringur hefur efalaust alltaf ver-
iS. Þá rifjuðust upp fyrir mér gömul munnmæli, sem ég heyrði
í æsku, að þarna hefði staðið bær, en farið í auðn í Svartadauða.
Enginn kostur var fyrir hendi að rannsaka rústirnar nánar í þetta
skipti. Akvað ég því að slá öllum þenkingum þar um á frest til
næsta sumars. Að vísu hvarflaði aldrei að mér að gera vísindalega
úttekt á rústunum með uppgrefti og jarðvegsrannsóknum að
hætti fornleifafræðinga, en reyna að ganga úr skugga um, hvort
hægt væri að finna augljós merki um mannvist á staðnum. Kom
þá helzt til greina að leita öskuhaugsins, sem fylgdi hverju fornu
býli.
Arla morguns hinn 19. ágúst 1975 lögðum við þrír félagar af
stað frá Lundi í Stíflu. Auk mín voru í förinni Guðmundur Sig-
urðsson frá Lundi og Hjalti Pálsson frá Hofi í Hjaltadal. Við
fórum sem leið liggur vestur yfir ána, upp Hamarsmýrar, norður
Hringsholt, vestur fyrir Hlass og fram á Hringsgerði.
Fyrst virtum við fyrir okkur rústirnar á báðum hólunum. A
syðri hólnum eru þær allglöggar. Þar hafa greinilega verið fjár-
hús, tvö hlið við hlið, um 11 m löng og heildarbreidd um 11.5 m.
Dyr snúa í suðaustur, en 3 m breið heytóft er fyrir gafli. Að baki
heytóftinni hefur svo staðið kofi, um 7 m langur og 5 m breiður.
Heildarlengd rústanna er um 20 m.
Um 27-28 m í norðvestur er annar rústahóll. Þar eru aurmál
•ógleggri, sýnilega mun eldri og vandséðara, hvaða hús þar hefur
staðið. Lengd tóftanna er nál. 18 m, en breiddin 5.5—6.5 m, breið-
ari vestan til. Húsið virðist hafa verið þríhólfað og eru dyr greini-
legar í norðvesturenda. Þar örlar fyrir dálitlum krók, sem nær
u. þ. b. 3 m út. Eru þeir veggir mun mjórri en aðrir útveggir og
virðast eins konar aðhald eða skjólveggur við innganginn. Gæti
hafa verið eldiviðarkrókur. Má vel hugsa sér þessa rúst af bæjar-
húsum.
Auk þessa finnast í Gerðinu tvö kofabrot til viðbótar. Annað
í brekkurótunum um 28 m í vesmr frá „bæjarrústinni" 4 X 4.5 m
að stærð. Gæti verið af hesthúsi eða kvíum.
Innst í Gerðinu, rétt við Háaklifið, er lítill melhóll og norðan
•48