Skagfirðingabók - 01.01.1977, Blaðsíða 110
SKAGFIRSINGABÓK
Sýslunefnd var því sammála, að „hin núverandi brú sje lítt nýr
bæði vegna fyrningar og afstöðu“,8 og því bæri brýna nauðsyn
til að byggja nýja brú á hentugri stað. Hins vegar hafði sýslu-
nefnd ekkert fé handbært, og veitti hún því hreppsnefndunum
heimild til 500 króna lántöku á ábyrgð sveitarfélaganna til að
fullgera brúna næsta sumar. Sýsluvegasjóður tæki svo þetta lán
að sér á næsta fundi sýslunefndar.
Nú virtist ekkert því til fyrirstöðu, að framkvæmdir hæfust.
En árið 1896 lágu enn fyrir sýslunefnd bréf þessara hrepps-
nefnda, þar sem farið var fram á, að sýslunefndarmenn veldu
einn úr sínum hópi, sem ásamt tveimur hreppsnefndarmönnum
athugaði og veldi nýtt brúarstæði á Gönguskarðsá. Meirihluti
hreppsnefndarmanna hafði komizt að þeirri niðurstöðu, að brúar-
stæðið á Rjúpnastapa væri óhentugt. Sýslunefnd féllst á þessi
sjónarmið og fól verkið Þorsteini snikkara Sigurðssyni á Sauðár-
króki, enda var hann — frá 1895 — aðalumsjónarmaður brúa-
gerða í héraðinu. Agreiningur varð milli Þorsteins og félaga hans
í nefndinni. Sendi Þorsteinn sýslunefnd álit sitt, og fer það hér á
eftir:
„Eptir ákvörðun sýslunefndarinnar á síðasta fundi hennar
hefi eg undirritaður ásamt þartil kjörnum mönnum athugað
um, hvar tiltækilegast mundi að brúa Gönguskarðsá. Við um-
ræður þar við ána kom það fljótt í ljós, að menn þessir vóru
ekki á sömu skoðun í því efni, hvar heppilegast væri að brúa.
Þeir V. G. Melsteð og Þorvaldur Gunnarsson voru ein-
dregið með því að brúa ána af klöppinni niður undan Skarðs-
hvömmunum, og töldu þeir það þeim stað til gildis, að brúin
væri þar vel í leið fyrir vegfarendur, einnig mjög nærri
kauptúninu og sæist af sjó utan og þar af leiðandi yki fegurð.
Sömuleiðis var það meining þeirra, að ef brúin yrði á þess-
um stað, mundu margir af hreppsbúum fremur styrkja til
brúargerðarinnar heldur en á öðrum stað ofar. Aptur vorum
við Jón á Hafsteinsstöðum eindregið á þeirri skoðun, að
langheppilegast væri að brúa ána á strengnum neðanvert við
108