Skagfirðingabók - 01.01.1977, Blaðsíða 75
SAMGÖNGUR í SKAGAFIRBI
Fljótamenn stunduðu verzlun í Hofsósi, en einnig fóru þeir til
Siglufjarðar með gjaldvöru sína. Siglufjarðarskarð þótti þó heldur
erfitt yfirferðar, og lengi vel stóð mönnum stuggur af óvætt nokk-
urri í líki skýstrokks, sem réðst á menn í skarðinu og gerði þeim
marga skráveifu. Kvað svo rammt að þessu, að Steinn biskup
Jónsson bauð Þorleifi Skaptasyni, prófasti í Múla, að flytja þar
opinbera guðsþjónusm og bæn. Það var gert sumarið 1734, og
hefur einskis orðið vart síðan.8
Um 1825 tóku bændur vestan Vatna að fara í kaupför til
Skagastrandar. Þótt mun hægara væri fyrir flesta að verzla þar en
í Hofsósi, voru þær ferðir engu að síður langar og erfiðar. Barátta
fyrir löggildingu verzlunarstaðar vestan Vatna hófst því snemma.
I því sambandi höfðu menn einkum augastað á Sauðárkróki. Þeir
fóru því fram á, að höndlun yrði leyfð þar, en var synjað hvað
eftir annað. Bænaskrár þessa efnis voru sendar til alþingis, jafnvel
úr Austur-Húnavatnssýslu. Bændur fengu loks vilja sínum fram-
gengt árið 1857, en þá var Sauðárkrókur löggiltur sem verzlunar-
staður frá og með 1. janúar 1858.9 Fylgjendur málsins töldu stað-
inn liggja vel fyrir aðflutningum úr meirihluta sýslunnar, auk
nokkurs hluta Húnavatnssýslu. Andstæðingar löggildingarinnar
töldu hins vegar, að bændur vestan Vatna gætu „torfærulaust“
sótt verzlun til Skagastrandar.10 Talsmenn Skagfirðinga benm og
á, að ekki drægi úr verzlun í Hofsósi, þar eð meirihluti þeirra,
sem eiga mundi kaup á Sauðárkróki, sækti nú verzlun til Skaga-
strandar.11
Eftir löggildingu Sauðárkróks varð þar miðstöð verzlunar í
vestanverðu héraðinu, og dró hún æ fleiri Austanvatnamenn til
sín, er tímar liðu. Þorri bænda í austursveitunum átti þó kaup við
verzlanir í Hofsósi eða Grafarósi. Þessir staðir urðu því í alfara-
leið flestra héraðsbúa, og það kemur glögglega fram í skiptingu
vega samkvæmt tilskipuninni 1861. Amtmaður úrskurðaði árin
1862 og 1864, eftir tillögum sýslumanns, hvaða leiðir ætm að
vera þjóðvegir (sbr. 2. kort):
„1. Frá Amarvatnslæk á Vatnsskarði að Víðimýri, þaðan yfir
73