Skagfirðingabók - 01.01.1977, Blaðsíða 154
SKAGFIRBINGABÓK
á hverja alin. Það gefur bendingu um, að vegirnir hafi átt að vera
akfærir. Landshöfðingi átti að skipa verkstjóra, en sýslunefndir
ráða verkamenn. Smáár skyldi brúa, en ferja yfir hinar stærri.
Þegar vegabætur hæfust eftir þessum lögum, áttu bætur og við-
hald eldri vega að sitja fyrir. Aðalreglan yrði að bæta torfærur,
sem mestum farartálma yllu. Að öðru jöfnu skyldu vegir í ná-
grenni Reykjavíkur sitja fyrir.
Landshöfðingi átti að ákveða aukapóstvegi eftir tillögum sýslu-
nefnda. Sýslubúar áttu að greiða kostnað af þeim, þannig að hver
verkfær maður, 20—60 ára gamall, greiddi 1,50 krónur í sýslu-
vegasjóð. Aukapóstvegir skyldu vera minnst þriggja álna breiðir.
Ibúum hvers hrepps bar að vinna við þá og viðhalda þeim. Gat
sýslunefnd falið sýslunefndarmanni hvers hrepps að hafa umsjón
með því verki.
Því aðeins skyldi bæta fjallvegi, sem ekki væru póstvegir, að
brýna nauðsyn bæri til. Þá þurfti aðeins að lagfæra að því marki,
að þeir teldust færir.
I hverjum hreppi hvíldi sú kvöð á bændum að gera vegi og
bæta milli bæja og til kirkna. I því skyni skyldi hver bóndi greiða
1,50 krónur til hreppsnefndar fyrir sig og hvern verkfæran mann
20—60 ára, sem hann hafði í þjónustu sinni, eða leggja til mann,
sem ynni í 12 stundir. Ef ekki var þörf mikilla bóta á bæjavegum,
gat sýslunefnd krafizt hálfs bæjavegagjaldsins til aukapóstvega.
Bæjavegirnir skyldu vera þriggja álna breiðir.
Landeigendum var gert að leggja til land undir vegi án endur-
gjalds, enda yrðu hvorki tún né engi fyrir skemmdum.
I frumvarpinu eru nokkur almenn ákvæði, svo sem um vörður,
sæluhús og refsingar við brotum á löggjöfinni. Svipar þeim til
sömu greina í lögunum frá 1875.
I meðförum þingsins breyttist frumvarpið nokkuð. Þingmenn
voru sammála um, að með því væri mikil bót unnin, ef það yrði
að lögum. Helztu breytingar, sem þeir gerðu, voru, að í stað auka-
póstvega og bæja- og kirkjuvega komu sýsluvegir og hreppavegir.
Sýsluvegir teldust alfaraleiðir milli sýslna og um þær, svo sem í
kauptún og fiskiver. Hreppavegir skyldu liggja milli hreppa og
152