Skagfirðingabók - 01.01.1977, Blaðsíða 25
VESTURFARIR BÆNDA ÚR SKAGAFIRBI
þeir hafi lokið meira en fjórðungi eða fimmtungi af búskaparferli
meðalbónda.
Þess er fyrr getið, að smábændur fluttust vestur eftir skemmri
samfellda ábúð en stórbændur. Sama á við um þá, sem hætta
búskap og fara búferlum innanlands. Nú er eftir að vita, hvort
þetta liggur í því, að smábændur hafi verið öðrum líklegri til að
bregða búi, flytjast búferlum eða fara vestur, eða hvort þeir gerðu
þetta aðeins fyrr á búskaparferli sínum en aðrir, ef þeir gerðu
það á annað borð. Þetta má ráða af hinni þrískiptu töflu 5. Bænd-
um er þar skipt í þrjá hópa líkt og áður, en þeim sleppt, sem
dóu frá búi. Hver hluti töflunnar sýnir, hvernig viðkomandi hóp-
ur bænda skiptist á tímabil og jarðastærðir (talið í hundraðshlut-
um, svo að það trufli ekki samanburð, hve misstórir hóparnir eru).
Bændur voru að jafnaði álíka margir í hinum þremur flokkum
(smábændur hóti flestir fyrsta tímabilið, en fæstir hið síðasta).
Verður þá ljóst, að bændur hafa verið langfastastir í sessi á stór-
jörðunum, en ábúendaskipti tíðust á smábýlum. Munar það mestu,
ef litið er á þá, sem brugðu búi. Vesturfarahópurinn greinist frá
hinum tveimur að því leyti, hve þar er mikið um miðlungsbænd-
ur fram til 1894 og stórbændur til 1883. Skylt er að geta þess,
að úrtakið gefur í þessu efni ekki fyllilega rétta mynd af vestur-
förum sýslunnar allrar, því að fyrsta tímabilið fóru miklu fleiri
smábændur vestur, saman borið við miðlungsbændur, úr Seylu-
og Lýtingsstaðahreppum en hér kemur fram.
Fyrsta tímabilið er það mjög greinilegt, að af þeim bændum,
sem á annað borð hverfa af bújörð sinni, eru stór- og miðlungs-
bændur líklegastir til að flytjast til Ameríku. Má þá minnast þess,
að útflutningur hefur á þessum tíma krafizt meira áræðis og
meiri peningaráða en síðar varð. Eftir 1883 hætta stórbændur
mikið til að fara vestur, og eftir 1894 hverfa miðlungsbændurnir
einnig úr hópnum, svo að þá eru vesturfararnir langflestir smá-
bændur. I Seylu- og Lýtingsstaðahreppum virðist þessi breyting
ekki ganga alveg jafnlangt og í úrtakshreppunum. Ekki er úti-
lokað, að smðningur sveitarstjórna við fátæka vesturfara ráði
nokkru um þennan hreppamun.
23