Skagfirðingabók - 01.01.1977, Blaðsíða 132
SKAGFIRBINGABÓK
unnar, sæktu þangað ekki aðeins menn vestan Vatna, heldur
einnig menn austan þeirra. Þyrftu þeir því tvisvar að fara yfir
Vötnin, þ. e. á brú yfir þau eystri, en hin á ferju, sem ekki væri
nothæf, þegar ísrek væri. Hefði þetta mál legið í kyrrþey nokkur
ár, en nú leyfði nefndin sér að bera fram þá ósk, að 25000 krón-
um yrði varið til þessa verks úr landssjóði. Þessari beiðni var ekki
sinnt, og máttu Skagfirðingar enn bíða um árabil eftir brú á
Vesturvötnin.
Héraðsvötn hjá Ökrum
Á alþingi 1903 fluttu Olafur Briem og Stefán Stefánsson frum-
varp til laga um heimild handa stjórninni til að „láta gera brú á
Héraðsvötn í Skagafirði hjá Okrum, og verja til þess allt að
27000 krónum úr landssjóði".24 I framsöguræðu fyrir frum-
varpinu sagði Olafur, að varla gæti verið ágreiningur um nauð-
syn þessarar brúar. Héraðsvötn væru alvarlegur farartálmi og
hefðu banað mörgum manni. Daglega væri mikil umferð yfir
þau, þar sem þau skiptu byggðinni, og þá ekki síður vegna þess,
að þau lægju á aðalpóstleið og mjög fjölförnum þjóðvegi. Olafur
sagði einu frambærilegu rökin gegn brúargerðinni, að samþykkt
hefði verið að smíða brýr á Lagarfljót og Jökulsá í Axarfirði.
Olafur taldi, að 27000 krónur væru ekki há upphæð miðað
við svo stórt vatnsfall. Hún væri miðuð við áætlun norska verk-
fræðingsins Barth, sem hann gerði árið 1898. Olafur tók fram,
að aðflutningar efnis til brúarinnar væru auðveldir, þar sem nota
mætti sleðafæri frá Sauðárkróki. Hann taldi þetta mál þurfa íhug-
unar við og stakk upp á, að því yrði vísað til samgöngunefndar.23
Pémr Jónsson, alþingismaður Suður-Þingeyinga, taldi nauðsyn-
legt, að heildarúttekt yrði gerð á brúamálum landsins, áður en
ráðizt yrði í einstakar framkvæmdir.26 I ræðu framsögumanns
samgöngunefndar kom fram sama skoðun og hjá Pétri, auk þess
sem hann taldi ekki fært að veita meira fé til brúa en þeim
90000 krónum, sem áætlað var, að brýr á Jökulsá og Lagarfljót
kostuðu.27 Samgöngunefnd taldi hins vegar rétt, að gerður yrði
130