Skagfirðingabók - 01.01.1977, Blaðsíða 167
SAMGÖNGUR í SKAGAFIRBI
6 Alþ.tíð. 1895, C, bls. 246.
7 Alþ.tíð. 1897, C, bls. 292.
8 Alþ.tíð. 1901, C, bls. 424.
9 Alþ.tíð. 1895, B, bls. 984—985.
10 Th. Krabbe: Isl. Tekn. Udv., bls. 20.
11 M. Jónsson: Saga ísL, IX., bls. 214.
XIII.
Vegagerð 1894-1904
Litlar breytingar urðu á skiptingu vega í Skagafirði með
gildistöku hinna nýju laga 1894. Með þeim var flutningabraut að
vísu valinn staður í héraðinu, eða frá Sauðárkróki fram fjörðinn, en
það breytti ekki skiptingu hinna veganna. Nú hefði mátt ætla,
að þar með hefði vegurinn fram Langholt verið felldur úr tölu
sýsluvega, en svo var ekki að sinni. Væntanlega hafa sýslunefndar-
menn beðið þess, að hafizt yrði handa um lagningu brautarinnar.
Smávægilegar breytingar eru tilfærslur voru þó gerðar. Arið
1895 samþykkti sýslunefnd, að vegurinn frá Kárastaðaferju út á
Sauðárkrók yrði felldur úr tölu sýsluvega. I hans stað yrði vegur-
inn báðum megin við Ausmrvatnabrúna sýsluvegur; að vestan-
verðu út og upp undir brekkurnar fyrir neðan Garð og að austan-
verðu upp fyrir utan Gljúfurá á hreppsveginn í Viðvíkurhreppi.1
Amtsráð samþykkti þessa breytingu á fundi í júní 1895, en hún
var gerð vegna hinnar nýbyggðu brúar yfir Austurvötnin;2 ferj-
unni á Kárastöðum hafði fyrst og fremst verið komið á til að
auðvelda mönnum verzlunarferðir til Sauðárkróks, en þegar brúin
hafði verið byggð og svifferju komið á vesturósinn, lauk hún
hlutverki sínu.
Arið 1896 lét sýslunefnd kanna vegarstæðið í Hólminum milli
Húseyjarkvíslar og Vatnanna. Þegar álit skoðunarmanna lá fyrir,
breytti sýslunefnd vegarstæðinu nokkuð og leitaði samþykkis amts-
165