Skagfirðingabók - 01.01.1977, Blaðsíða 197
TVÖ FJALLAVOTN
eftir guðmund eiríksson í Bteiðargerði
I.
Mannabeinavatn
FrÁ því er sagt í Þjóðsögum Jóns Arnasonar, að haust
eitt lögðu upp frá Mælifelli nokkrir menn (hafa sennilega verið
flestir úr Lýtingsstaðahreppi, þó Jón nefni það ekki). Áttu þeir
að leita fjár á Eyvindarstaðaheiði. Einn leitarmanna var frá Mæli-
felli, vinnumaður prestsins. Þegar hann kveður húsbónda sinn,
biður prestur hann að hafa sem minnst samneyti við þessa menn
og vera skikkanlegur í kvöld.
Ríða þeir nú úr hlaði og fóru Kjalveg, sem talið var að byrjaði
á hlaðinu á Mælifelli, milli bæjar og kirkju. Gera má ráð fyrir,
að þetta hafi verið tímanlega dags, svo löng dagleið var framund-
an. Segir svo ekki af ferðum þeirra, fyrr en þeir tjalda við Ströngu-
kvísl um kvöldið. Vafalaust hafa menn þessit verið nokkuð við
öl, því þegar þeir eru sestir að í tjaldinu, taka þeir upp orðræður
í grófara lagi og létu mjög dólgslega. Gekk svo fram á nótt, að
ekkert hlé varð á óguðlegu orðbragði, en Mælifellsmaður gaf sig
ekki að. Loks blöskraði honum svo orðbragðið, að hann yfirgaf
tjaldið. Ekki getur Jón Árnason um það, hvað maðurinn hafi tek-
ið sér fyrir, er hann fór úr tjaldinu, en Ólafur Davíðsson segir
þessa sögu líka og telur, að maðurinn frá Mælifelli hafi „tekið
hesta sína og riðið ofan að Mælifelli". En hvað sem því líður, þá
segir Jón Árnason, að um nóttina hafi komið hlaup í Ströngu-
kvísl og flætt þar yfir, sem tjaldið stóð. Fórust þar allir, sem í því
195