Skagfirðingabók - 01.01.1977, Blaðsíða 176
SKAGFIRBINGABÓK
nefna, að öllu efni til Valagilsbrúar var ekið þangað að vetri til,
og Olafur Briem hafði uppi þau rök til stuðnings byggingu brúar
á Héraðsvötn hjá Okrum, að þangað væri auðvelt að flytja allt
byggingarefni að vetri til.
Þessi tilhögun flutninga fram um héraðið var til ómælds hag-
ræðis, því það var á allan hátt þægilegra að hlaða sleða og aka
heim eftir glærunum en vera með fjölda klára í togi eða aka
kerru eftir misgóðum vegum.
Stefán Vagnsson getur þess,3 að kaupstaðaferðir bænda hafi
tekið þá um einn dag. Var þá lagt af stað í kolamyrkri, og með
góðu gengi náðu þeir í Krókinn í sama mund og búðir opnuðu.
Heimleiðis var haldið að erindum loknum, oft ekki fyrr en rökkva
tók.
Þá var það algengt, að bændur báru saman hey sín á engjum
og óku þeim síðan heim á sleðum, þegar jörð var freðin. Var sá
háttur víða tíðkaður á Eylendisjörðum, og eins var það mjög al-
gengt, að Sauðkrækingar, er höfðu slægjur á Borgarskógum eða
annars staðar við Vötnin, geymdu þar hluta heyja sinna, unz sleða-
færi var orðið gott til heimflutnings.
Vetrarleiðirnar voru í nokkuð föstum skorðum. Um austanvert
héraðið lágu þær eftir Vötnunum, yfir Eylendið, til Miklavatns,
og síðan eftir Asholdarholtsvatni og Sauðárflæðum til Sauðár-
króks. Bændur á Langholti og úr framsveitum fóru með vestur-
landinu. Slóðir lágu víða, og sums staðar var skorið ofan af þúf-
um til að sleðafærið yrði betra. Sjást þess enn merki.4 Sýslunefnd
veitti stundum fé til lagfæringar helztu leiðum, og víst er, að
nefndarmenn töldu vetraraksmrinn engu ómerkari en aðra um-
ferð, því þeir setm það skilyrði fyrir byggingu brúar á Sauðá, að
hún spillti í engu sleðafæri.
Bréf Sigurðar Ólafssonar á Hellulandi frá 20. febrúar 1900,
varðveitt á Þjóðskjalasafni, er til vitnis um mikilvægi vetrarleið-
anna:
„Þar eð ég veit, að Skagfirðingar eru dýravinir, þykir mér
undravert, að ár eptir ár ganga 10—20 sleðar á degi hverj-
174