Skagfirðingabók - 01.01.1977, Blaðsíða 142
SKAGFIRBINGABÓK
Fjallvegir
A fundi 19. og 20. september 1876 gerði amrsráð Norður- og
Ausmramtsins tillögur til landshöfðingja um fjallvegi í amtinu.
Þeirra á meðal voru vegirnir yfir Oxnadalsheiði, Heljardalsheiði,
Siglufjarðarskarð, Stóra-Vatnsskarð og Gönguskarð yfir Koluga-
fjall milli Sauðárhrepps og Hallárdals.3 Landshöfðingi staðfesti
tillögurnar með auglýsingu 9. nóvember 1876.4
Sýslunefnd ræddi nokkuð þennan úrskurð. Hún komst að þeirri
niðurstöðu, að ekkert fjallaskarð héti Gönguskarð; það nafn bæri
einungis fjallabyggð vestan Sauðárkróks. Alit manna væri hins
vegar, að skarð það, sem nú nefndist Reiðskarð, á veginum yfir
Kolugafjall, hefði heitið Gönguskarð. Þarna lá vegur yfir á tveim
stöðum, en einungis ytra fjallið var talið með veginn, „bæði af
því að það er styttra og betra yfirferðar, og líka tekur þá við að
norðan fjölfarinn sýsluvegur yfir Laxárdalsheiði... Er því tillaga
sýslunefndarinnar, að tjeður Skíðastaðavegur, er liggur milli verzl-
unarstaðanna í Sauðárkrók og á Skagaströnd, sje og eigi að vera
meintur með Gönguskarðsvegi“.5 Engar fjárveitingar fengust til
þessarar leiðar; vísast hafa yfirvöld ekki fallizt á skilgreininga
sýslunefndar.
Fram til ársins 1882 voru aðalframkvæmdirnar við vegina yfir
Oxnadalsheiði og Vatnsskarð; sýslunefnd hafnaði t. d beiðni Hóla-
hreppinga um vegabætur á Hjaltadalsheiði á þeim forsendum, að
brýnni þörf væri fyrir landssjóðsféð til vegabóta á fjölfarnari fjall-
vegum. Nokkurt fjármagn hafði verið lagt til vega á Oxnadals-
heiði og Vatnsskarði, allt frá 1862, en upphæðin var svo lág,
miðað við það, sem þurfti að gera, að árangur var nánast enginn.
Með nýju vegalögunum var veitr nokkurt fé til fjallvega í sýsl-
unni. Þegar þau tóku gildi, var hafizt handa um lagningu nýs
vegar yfir Öxnadalsheiði og Vatnsskarð. Veitti landshöfðingi ár-
lega nokkra upphæð til hvors vegar af því fé, sem á fjárlögum
var ætlað til fjallvega.
Framgangur þessara mála var á þá lund, að sýslunefndir könn-
uðu, hvernig ástand fjallvega var og sendu amtsráði greinargerð.
140