Archaeologia Islandica - 01.01.1998, Side 15

Archaeologia Islandica - 01.01.1998, Side 15
Fornleifaskráning Fornleifaskráning er liður í hefð- bundnum grunnrannsóknum erlendis, en er skammt á veg komin hér á landi. I þessari grein verður fjallað um minjaleit fyrr og nú í því augnamiði að draga saman það sem unnist hefur til þessa. Skýrt verður frá löggjöf um frið- un og skráningu minja og framkvæmd þeirra laga. Með hliðsjón af löggjöfinni jafnt sem ríkjandi stefnu í umhverfis- málum munum við greina á milli skráningarverkefna sem falla undir lögboðna fornleifaskráningu annars vegar og hins vegar almennrar minja- lýsingar sem stunduð hefur verið af stofnunum og einstaklingum um ára- bil. Eru þau skil nauðsynleg til að leggja mat á stöðu fornleifaskráningar nú. Til þess að fullnægja núgildandi löggjöf um fornleifaskráningu og treysta innviði fornleifaverndar í land- inu hefur Fornleifastofnun ásamt ýms- um samstarfsaðilum unnið að þróun nýrra aðferða við fornleifaskráningu. Verða þær nýjungar kynntar hér í lok greinarinnar. Minjaskoðun og skráning fram til 1800 Vallgrónar tóftir og haugar hafa löng- um vakið athygli manna. Þær geymdu óljósar minningar sem birtust í sögn- um sem um þær gátu spunnist. Þær geyma vitnisburð um söguskoðun þeirra sem leituðust við að finna minj- um stað í sögu þjóðar eða héraðs og gáfu þeim heiti til að skýra uppruna þeirra. Onefndur minjaskoðari á blómaskeiði landnámsrannsókna, seint á þjóðveldisöld, horfði forvitinn og heillaður á skálatóftir tvær undir Ffjör- leifshöfða og mældi lengd þeirra. Þarna voru jafnvel ummerki frá tíð Hjörleifs og Ingólfs sem ekki mátti hjá líða að geta: „Ok er önnur tóptin átján faðma, en önnur nítján...“, skráði Sturla Þórðarson sagnaritari í Land- námugerð sinni (IF 1, 43). I frásögn- inni um veru Hrafna-Flóka í Varnsfirði bætir Haukur Erlendsson stuttri minjalýsingu við Landnámugerð sína: „Þar sér enn skálatópt þeira inn frá Brjánslæk ok svá hrófit ok svá seyði þeira“ (ÍF 1, 39). Þessar stuttu klausur eru agnarlítil heimildabrot um áhuga leikmanna og fræðimanna á öllum tímum á þeim vitnisburði sem fornleifar búa yfir. Hér er ekki unnt að rekja samfellda sögu fornleifaskoðunar, en vert er að minn- ast þess að hún hefur verið stunduð að einhverju marki allt frá miðöldum til okkar daga, þó að oft hafi tilgangurinn fyrst og fremst verið að finna dýrmæta málma fremur en að afla vitneskju um fortíðina. Skipulagðar rannsóknir á fornleifum hófust á 19- öld, en ýmsir fræðimenn 18. aldar höfðu þegar hafist handa við að draga saman upplýsingar um fornar minjar. Arni Magnússon er fyrst og fremst kunnur sem handritafræðingur, hand- ritasafnari og höfundur jarðabókar, en hann fékkst einnig við söfnun upplýs- inga um minjastaði á Islandi. Hann fékk einstakt tækifæri til að glöggva sig á landafræði Islands sem og stað- fræði íslenskra fornbókmennta á ferða- 15
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164
Side 165
Side 166
Side 167
Side 168

x

Archaeologia Islandica

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Archaeologia Islandica
https://timarit.is/publication/1160

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.