Archaeologia Islandica - 01.01.1998, Page 15
Fornleifaskráning
Fornleifaskráning er liður í hefð-
bundnum grunnrannsóknum erlendis,
en er skammt á veg komin hér á landi.
I þessari grein verður fjallað um
minjaleit fyrr og nú í því augnamiði að
draga saman það sem unnist hefur til
þessa. Skýrt verður frá löggjöf um frið-
un og skráningu minja og framkvæmd
þeirra laga. Með hliðsjón af löggjöfinni
jafnt sem ríkjandi stefnu í umhverfis-
málum munum við greina á milli
skráningarverkefna sem falla undir
lögboðna fornleifaskráningu annars
vegar og hins vegar almennrar minja-
lýsingar sem stunduð hefur verið af
stofnunum og einstaklingum um ára-
bil. Eru þau skil nauðsynleg til að
leggja mat á stöðu fornleifaskráningar
nú. Til þess að fullnægja núgildandi
löggjöf um fornleifaskráningu og
treysta innviði fornleifaverndar í land-
inu hefur Fornleifastofnun ásamt ýms-
um samstarfsaðilum unnið að þróun
nýrra aðferða við fornleifaskráningu.
Verða þær nýjungar kynntar hér í lok
greinarinnar.
Minjaskoðun og skráning fram
til 1800
Vallgrónar tóftir og haugar hafa löng-
um vakið athygli manna. Þær geymdu
óljósar minningar sem birtust í sögn-
um sem um þær gátu spunnist. Þær
geyma vitnisburð um söguskoðun
þeirra sem leituðust við að finna minj-
um stað í sögu þjóðar eða héraðs og
gáfu þeim heiti til að skýra uppruna
þeirra. Onefndur minjaskoðari á
blómaskeiði landnámsrannsókna, seint
á þjóðveldisöld, horfði forvitinn og
heillaður á skálatóftir tvær undir Ffjör-
leifshöfða og mældi lengd þeirra.
Þarna voru jafnvel ummerki frá tíð
Hjörleifs og Ingólfs sem ekki mátti hjá
líða að geta: „Ok er önnur tóptin átján
faðma, en önnur nítján...“, skráði
Sturla Þórðarson sagnaritari í Land-
námugerð sinni (IF 1, 43). I frásögn-
inni um veru Hrafna-Flóka í Varnsfirði
bætir Haukur Erlendsson stuttri
minjalýsingu við Landnámugerð sína:
„Þar sér enn skálatópt þeira inn frá
Brjánslæk ok svá hrófit ok svá seyði
þeira“ (ÍF 1, 39).
Þessar stuttu klausur eru agnarlítil
heimildabrot um áhuga leikmanna og
fræðimanna á öllum tímum á þeim
vitnisburði sem fornleifar búa yfir. Hér
er ekki unnt að rekja samfellda sögu
fornleifaskoðunar, en vert er að minn-
ast þess að hún hefur verið stunduð að
einhverju marki allt frá miðöldum til
okkar daga, þó að oft hafi tilgangurinn
fyrst og fremst verið að finna dýrmæta
málma fremur en að afla vitneskju um
fortíðina.
Skipulagðar rannsóknir á fornleifum
hófust á 19- öld, en ýmsir fræðimenn
18. aldar höfðu þegar hafist handa við
að draga saman upplýsingar um fornar
minjar.
Arni Magnússon er fyrst og fremst
kunnur sem handritafræðingur, hand-
ritasafnari og höfundur jarðabókar, en
hann fékkst einnig við söfnun upplýs-
inga um minjastaði á Islandi. Hann
fékk einstakt tækifæri til að glöggva
sig á landafræði Islands sem og stað-
fræði íslenskra fornbókmennta á ferða-
15