Archaeologia Islandica - 01.01.1998, Page 18
Adolf Friðriksson & Orri Vésteinsson
Bókmenntafélagið og sögustaðafrceði
Ekki er að efa að framtak fornleifa-
nefndarinnar hefur vakið áhuga íslend-
inga á fornum mannvistarleifum og
vangaveltur um þau verðmæti sem í
menningararfi þjóðarinnar eru fólgin.
Ahugi á minjum var ekki lengur bund-
inn við hugsanlegt notagildi málmsins
í fundnum forngripum, heldur beind-
ist hann að minjastöðum sem minnis-
vörðum um íslenska sögu og menn-
ingu. Aukinn áhugi á sögu -og sér-
kennum þjóðarinnar birtist fyrst og
fremst í vaxandi útgáfu á Islendinga-
sögum og almennari útbreiðslu þeirra
meðal landsmanna. Þetta útgáfustarf
hafði einnig í för með sér vaxandi
áhuga á fortíðarminjum og nöfnum og
sögum þeim tengdum. Ox nú áhugi
margra á minjum sem telja mátti að
vörðuðu frásagnir í Islendingasögum
eða öðrum fornritum.
Aðstæður til rannsókna á minjum og
sögu höfðu breyst mikið á Islandi þeg-
ar komið var fram yfir miðja 19. öld.
Um aldamótin 1800 var útgáfa og
dreifing á Islendingasögum og öðrum
heimildum um sögu landsins tak-
mörkuð, en með tilkomu Fornritafé-
lagsins og síðar Bókmenntafélagsins
jókst útgáfan til muna. Á fyrri hluta
aldarinnar vann Björn Gunnlaugsson
að landakortagerð að tilhlutan Bók-
menntafélagsins og þá voru nákvæmir
uppdrættir af Islandi fyrst gefnir út.
Þýðingum á íslenskum fornheimildum
yfir á erlend tungumál fjölgaði einnig
mikið. Með þeim náðu íslenskar forn-
heimildir til mun stærri hóps en áður
og vakinn var áhugi á Islendingum
sjálfum og menningu þeirra. Það
komst í tísku að skrifa langar ritgerðir
eða bækur um sögu Islands og daglegt
líf Islendinga til forna. Á seinni hluta
19- aldar voru íslenskar fornbók-
menntir gefnar út, bæði á frummáli og
í þýðingum, víða um Vestur-Evrópu
og við marga háskóla voru haldnir fyr-
irlestrar um sögu lands og þjóðar. Stór-
auknar rannsóknir á miðaldatextum
kölluðu á að sjálft sögusviðið yrði gert
að rannsóknarefni. Um miðja öldina
var minjaskoðun einkum stunduð fyrir
atbeina eða hvatningu Hins íslenzka
bókmenntafélags, sem ákvað að ráðast
í að gera allsherjarlýsingu á Islandi.
Félagið sendi út spurningalista til
sýslumanna og sóknarpresta þar sem
spurt var um allt milli himins og jarð-
ar sem varðaði náttúrufar, efnahag og
menningu og var þ. á m. spurt um
fornleifar. Jónas Hallgrímsson hafði
umsjón með verkinu og fór einnig í
rannsóknarleiðangra um landið þar
sem hann gætti m.a. að nokkrum forn-
leifastöðum og gróf upp, munu það
fyrstu uppgreftir gerðir í vísindaskyni
á Islandi. En Jónas féll frá og ekkert
varð úr útgáfu á lýsingunum. Þótt
verkefnið hafi misheppnast hafði
miklu af upplýsingum verið safnað,
m.a. um fornleifar — þó að eftirtekjan
hafi raunar verið nokkru rýrari en í
skráningu fornleifanefndarinnar fyrr á
öldinni. Sumir sóknarprestanna voru
þeir sömu og höfðu svarað mun ítar-
legri spurningum fornleifanefndarinn-
ar um 20 árum fyrr og vísuðu þeir
gjarna í fyrri svör en margir hinna
svöruðu litlu eða engu.
18