Archaeologia Islandica - 01.01.1998, Page 20

Archaeologia Islandica - 01.01.1998, Page 20
Adolf Friðriksson & Orri Vésteinsson um skýrslum um fornleifar, örnefni og sögustaði frá þessu tímabili að þar eru Islendingasögur forsenda rannsókn- anna. Sögusviðið myndar gjarnan ramma utan um athuganirnar. Frá þessu er aðeins eitt frávik sem vert er að geta, en það er athugun Magnúsar Grímssonar á Reykjanesi. Arangur at- hugana hans var ekki gefinn út á sín- um tíma, en eftir hann lá fullbúin skýrsla í ódagsettu handriti (IB 72, fol., pr. í Landn. Ingólfs 11,1936-40, 243-262). Þar er sagt frá örnefnum, þjóðsögum og fornleifum, en hvergi vísað til íslendingasagna. Rétt er að benda á að á Reykjanesi vestanverðu er fátt um staði sem getið er um í íslend- ingasögum. Það er athyglisvert að Magnús sýndi, öndvert við flesta aðra, því héraði slíkan áhuga sem hefur hvað fæsta sögustaði. I skýrslu hans eru ekki einungis nefndir þeir staðir sem telja mátti frá fyrstu öldum byggðar, heldur einnig frá síðari öldum. Var það afar sjaldgæft á tímum Magnúsar, því for- tíðaráhugi manna beindist nánast ein- göngu að landnámstíð og söguöld. Rit Magnúsar er einnig frábrugðið öðrum skyldum verkum að því er varðar rann- sóknaraðferð. Skilin milli munnmæla og fornleifafræðilegra ágiskana um eðli og uppruna tiltekinna minja eru mun skýrari í huga Magnúsar en hjá sam- tímamönnum hans. I stað fornbók- mennta vísar Magnús í tiltækar heim- ildir og skjöl sem skýrt gátu aldur eða uppruna minja og örnefna. Þar styðst hann einkum við jarðabók Árna Magn- ússonar, kirkjumáldaga, vísitasíur og jarðabréf. Magnús var því frumkvöðull á sviði vettvangsrannsókna sögustaða frá lokum miðalda og síðari tímum. En þar eð verk hans kom ekki út fyrr en tæpri öld eftir að það var samið hafði það ekki teljandi áhrif á sam- tímamenn hans sem eftir sem áður ein- beittu sér að því að finna markverða sögustaði fornaldar. F' ornleifafélagið Eftir miðja 19- öld verður atburðarásin í sögu fornleifaskráningar hraðari. Minjarannsóknir ýmiskonar urðu tíðari og jafnframt hófst barátta íslenskra áhugamanna fyrir varðveislu menning- ararfsins. Auk vettvangsrannsókna á minjastöðum varð stofnun forngripa- safns í Reykjavík kappsmál þeirra. Séra Helgi Sigurðsson á Melum, sem átti nokkra forngripi í fórum sínum var meðal þeirra er hvöttu til stofnunar safns (Helgi Sigurðsson 1863) og ritaði hann yfirvöldum bréf og ánafnaði þjóðinni einkasafn sitt til íslensks forngripasafns handa almenningi. Bréf Helga (dags. 8.1. 1863, pr. í Sigurður Guðmundsson 1874, 8ff) er jafnframt stefnuyfirlýsing um verndun forngripa. Hlutverki Helga eru jafnan gerð góð skil í yfirlitsritum um sögu forngripasafnsins, en framlag hans á sviði minjaskráningar er flestum gleymt. Áhugamenn um forngripa- vernd voru mjög með böggum hildar yfir því að fornir minjastaðir voru að hverfa og örnefni óðum að týnast. Gegn þessari eyðileggingu var unnið með söfnun á örnefnum og munn- mælasögum um sögustaði og minjar. 20
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168

x

Archaeologia Islandica

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Archaeologia Islandica
https://timarit.is/publication/1160

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.