Archaeologia Islandica - 01.01.1998, Side 22

Archaeologia Islandica - 01.01.1998, Side 22
Adolf Friðriksson & Orri Vésteinsson indamaður sem ber höfuð og herðar yfir aðra. Menntun hans, aðferðir og ekki síst allur sá tími er hann helgaði íslenskri staðfræði gerir flesta aðra að alvörulausum áhugamönnum í saman- burði. Enda má segja að staðfræðin hafi fram að þessu einkum verið sér- grein áhugamanna. Þeir sem komið höfðu við sögu voru flestir ljóðskáld, prestar, listamenn eða bændur. Kálund var hámenntaður sérfræðingur í nor- rænum fræðum. Fór hann til Islands og dvaldi þar í tvö ár við staðfræði- rannsóknir, en samning höfuðrits hans um sögustaðafræði tók tíu ár. Að vett- vangsrannsóknum loknum jók hann við efni úr ýmsum heimildum, flestum óprentuðum og óaðgengilegum öðrum en þeim er voru við rannsóknarstofn- anir í Kaupmannahöfn (Acc 33). Þannig voru margir mikilsverðir heim- ildaflokkar loksins dregnir fram í dagsljósið eftir að hafa legið lítið not- aðir í dimmum geymslum safna og hjá Bókmenntafélaginu í Kaupmannahöfn. Jarðabók Árna Magnússonar og Páls Vídalín hafði ekki verið gefin út og sömu sögu var að segja um skýrslur presta til fornleifanefndar og síðar Bókmenntafélagsins fyrir fyrirhugað verk um lýsingu Islands. Stuttu áður en Fornleifafélagið var stofnað kom út fyrsta bindið af sögustaðafræði Kálunds (1877-82) og er það enn þann dag í dag undirstöðurit í staðfræði Is- lendingasagna. Á vegum Fornleifafélagsins urðu fornleifakönnunarleiðangrar eitt um- fangsmesta rannsóknarstarf í landinu fram til heimastjórnarára. Stóð félagið fyrir fjölmörgum ieiðöngrum, um Rangárvallasýslu 1883, 1885, 1893, 1899, 1901 og 1906, Árnessýslu 1880,1890,1893,1895,1898,1902, 1904, um Gullbringu- og Kjósarsýslur 1880, 1889, 1907, um Borgarfjarðar- og Mýrasýslur 1880, 1884, 1885, 1895, 1896, 1903, 1907, um Snæfells- nes- og Hnappadalssýslur 1881, 1889, 1891, 1896, 1899 og 1907, um Dala- sýslu 1881, 1889, 1891 og 1895, um Vestfirði 1882, 1884, 1888, 1898 og 1899, um Húnavatnssýslur 1886, 1894, 1900 og 1905, um Skagafjörð, Eyjafjörð og Þingeyjarsýslur 1886, 1900 og 1905, um Austfirði 1890, um Skaftafellssýslur 1883, 1885, 1893, og 1909 og Vestmannaeyjar 1906. Skrán- ingarmennirnir Sigurður Vigfússon og Brynjúlfur Jónsson ferðuðust um allt landið og skrifuðu um athuganir sínar langar skýrslur sem jafnóðum voru birtar í Árbók félagsins. Með vett- vangsvinnu og reglubundinni og gagnmerkri útgáfu á skráningarskýrsl- um lögðu þeir félagar grunninn að ís- lenskri fornleifaskrá. Skráningarstarf Sigurðar var nær ein- göngu bundið við minjar sem hann taldi vera frá landnáms- og söguöld og tengdust frásögnum Islendingasagna á einhvern hátt. Hann hafði sérstakan áhuga á örnefnum og minjum sem tengdust stofnunum þjóðveldisaldar og gróf t.a.m. í margar tóftir sem hann taldi vera hof. Starf Sigurðar byggði á sögustaðarannsóknum Kálunds og öðr- um sambærilegum athugunum og má segja að þegar starfsæfi hans lauk hafi verið búið að safna upplýsingum um 22
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164
Side 165
Side 166
Side 167
Side 168

x

Archaeologia Islandica

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Archaeologia Islandica
https://timarit.is/publication/1160

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.