Archaeologia Islandica - 01.01.1998, Side 26
Adolf Friðriksson & Orri Vésteinsson
„minni nútíðarfólks virðist vera að
þverra, þrátt fyrir allan lærdóm og
menntun, sem það nýtur.“ Samtímis
því sem almenn örnefnasöfnun komst á
flug dofnaði yfir sögustaðafræðinni,
sem áður hafði verið kjarninn í starf-
semi Fornleifafélagsins.
Matthías Þórðarson var skipaður í
embætti fornminjavarðar og hafði
hann í mörg horn að líta. Var hann
mikiil talsmaður verndunar, ekki forn-
leifa og gripa einvörðungu heldur og
„fagurra staða” og „merkra náttúru-
menja“, og skrifaði hann hugvekjur
um þetta efni í upphafi aldarinnar
(Matthías Þórðarson 1905; 1907).
Fornminjavörður lét hendur standa
fram úr ermum við forngripasöfnun og
-skráningu, en skráning á minjastöð-
um dróst mjög saman. Varð dráttur á
að embættið friðlýsti þá staði sem
taldir voru öðrum merkari. Matthías
fór í könnunarleiðangra um Arnessýslu
1908, Borgarfjörð og Mýrar 1909 og
Húnavatnssýslur og Skagafjörð 1910.
Sagði hann frá nokkrum stöðum sem
hann skoðaði í greinum sem hann af
hógværð nefndi „Smávegis um forn-
leifar” og voru birtar jafnóðum í Ár-
bók (Matthías Þórðarson 1908; 1910;
1911). Þessum ferðum hélt hann áfram
og fór um Snæfellsnes og Dali 1911,
Norðurland 1912 og um Vestfirði
1913, en svo datt botninn úr skýrslu-
gerðinni. A aðalfundi árið 1913 hvöttu
félagar í Fornleifafélaginu fornminja-
vörð til að gefa út í Árbók skýrsiur um
skrásettar fornminjar, einkum friðlýst-
ar staðbundnar minjar, en af því varð
ekki. Það var ekki fyrr en rúmum ára-
tug eftir þessi ferðalög að Matthías hóf
að nýju að birta greinar um sitthvað
„smávegis" (Matthías Þórðarson 1920;
1924). Engu að síður vann hann merkt
skráningarstarf á þessum árum. Hann
skráði minjar á Þingvöllum 1916 og
skrifaði ítarlega skýrslu um það efni
(Matthías Þórðarson 1922). Hann fór í
hellaskráningarleiðangur um Rangár-
vallasýslu 1917 og Árnessýslu 1919 og
greindi frá árangrinum rúmum áratug
síðar (Matthías Þórðarson 1931).
Eflaust hefur fornminjavörður ekki
haft nein tök á að hefja almenna forn-
leifaskráningu á vettvangi og varð
hann því að láta nægja að taka saman
fyrirliggjandi upplýsingar úr útgefn-
um skýrslum fornleifafélagsins. Hann
fylgdi fyrirmælum laganna, tíndi úr
skýrslunum þá minjastaði sem honum
þóttu sjálfum merkilegir og friðlýsti
þá í áföngum. Matthías tók saman
skrár yfir markverðar minjar í upphafi
ferils síns sem fornminjavörður og árið
1926 friðlýsti hann fornleifar á 14
stöðum í Skagafirði. Árið 1927 bætti
hann við fjölmörgum minjum í Árnes-
og Rangárvallasýslum og á Snæfells-
nesi 1928. Á alþingishátíðarárinu
1930 gaf þjóðminjavörður út á þriðja
hundrað friðlýsingar og er Matthías lét
af embætti var fjöldi friðlýsinga á
fimmta hundrað. Hann friðlýsti fjöld-
ann allan af hofum og dómhringum og
byggði friðunin einkum á verkum
Brynjúlfs, en einnig Sigurðar, Kálunds
og Bruuns. Segja má að safn friðlýs-
inga hafi þá verið eina heildarskrá
fornleifa á Islandi sem til var og hefur
verið litið svo á að nú nytu flestár
26