Archaeologia Islandica - 01.01.1998, Page 26

Archaeologia Islandica - 01.01.1998, Page 26
Adolf Friðriksson & Orri Vésteinsson „minni nútíðarfólks virðist vera að þverra, þrátt fyrir allan lærdóm og menntun, sem það nýtur.“ Samtímis því sem almenn örnefnasöfnun komst á flug dofnaði yfir sögustaðafræðinni, sem áður hafði verið kjarninn í starf- semi Fornleifafélagsins. Matthías Þórðarson var skipaður í embætti fornminjavarðar og hafði hann í mörg horn að líta. Var hann mikiil talsmaður verndunar, ekki forn- leifa og gripa einvörðungu heldur og „fagurra staða” og „merkra náttúru- menja“, og skrifaði hann hugvekjur um þetta efni í upphafi aldarinnar (Matthías Þórðarson 1905; 1907). Fornminjavörður lét hendur standa fram úr ermum við forngripasöfnun og -skráningu, en skráning á minjastöð- um dróst mjög saman. Varð dráttur á að embættið friðlýsti þá staði sem taldir voru öðrum merkari. Matthías fór í könnunarleiðangra um Arnessýslu 1908, Borgarfjörð og Mýrar 1909 og Húnavatnssýslur og Skagafjörð 1910. Sagði hann frá nokkrum stöðum sem hann skoðaði í greinum sem hann af hógværð nefndi „Smávegis um forn- leifar” og voru birtar jafnóðum í Ár- bók (Matthías Þórðarson 1908; 1910; 1911). Þessum ferðum hélt hann áfram og fór um Snæfellsnes og Dali 1911, Norðurland 1912 og um Vestfirði 1913, en svo datt botninn úr skýrslu- gerðinni. A aðalfundi árið 1913 hvöttu félagar í Fornleifafélaginu fornminja- vörð til að gefa út í Árbók skýrsiur um skrásettar fornminjar, einkum friðlýst- ar staðbundnar minjar, en af því varð ekki. Það var ekki fyrr en rúmum ára- tug eftir þessi ferðalög að Matthías hóf að nýju að birta greinar um sitthvað „smávegis" (Matthías Þórðarson 1920; 1924). Engu að síður vann hann merkt skráningarstarf á þessum árum. Hann skráði minjar á Þingvöllum 1916 og skrifaði ítarlega skýrslu um það efni (Matthías Þórðarson 1922). Hann fór í hellaskráningarleiðangur um Rangár- vallasýslu 1917 og Árnessýslu 1919 og greindi frá árangrinum rúmum áratug síðar (Matthías Þórðarson 1931). Eflaust hefur fornminjavörður ekki haft nein tök á að hefja almenna forn- leifaskráningu á vettvangi og varð hann því að láta nægja að taka saman fyrirliggjandi upplýsingar úr útgefn- um skýrslum fornleifafélagsins. Hann fylgdi fyrirmælum laganna, tíndi úr skýrslunum þá minjastaði sem honum þóttu sjálfum merkilegir og friðlýsti þá í áföngum. Matthías tók saman skrár yfir markverðar minjar í upphafi ferils síns sem fornminjavörður og árið 1926 friðlýsti hann fornleifar á 14 stöðum í Skagafirði. Árið 1927 bætti hann við fjölmörgum minjum í Árnes- og Rangárvallasýslum og á Snæfells- nesi 1928. Á alþingishátíðarárinu 1930 gaf þjóðminjavörður út á þriðja hundrað friðlýsingar og er Matthías lét af embætti var fjöldi friðlýsinga á fimmta hundrað. Hann friðlýsti fjöld- ann allan af hofum og dómhringum og byggði friðunin einkum á verkum Brynjúlfs, en einnig Sigurðar, Kálunds og Bruuns. Segja má að safn friðlýs- inga hafi þá verið eina heildarskrá fornleifa á Islandi sem til var og hefur verið litið svo á að nú nytu flestár 26
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168

x

Archaeologia Islandica

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Archaeologia Islandica
https://timarit.is/publication/1160

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.