Archaeologia Islandica - 01.01.1998, Side 31

Archaeologia Islandica - 01.01.1998, Side 31
Fornleifaskráning unnið við minjaskráningu Arnarnes- hrepps 1985 en árangur hennar hefur enn ekki verið birtur. Sama ár hóf Bryndís Róbertsdóttir skráningu í Biskupstungum (1987) og Ágúst Ó. Georgsson í Stykkishólmi og nálægum eyjum á Breiðafirði (1988; 1989). Árið 1988 hóf Guðrún Kristinsdóttir (1996) skráningu á Austurlandi og skráði ásamt Mjöll Snæsdóttur m.a. Norðfjörð og Guðmundur Ólafsson skráði friðlýstar minjar í Borgarfirði og Mýrasýslu 1990 og nokkra staði í Rauðasandshreppi 1994 (Guðmundur Ólafsson 1991 b; 1994; 1996). Allt þetta skráningarstarf byggði á þeirri afstöðu að svonefnd fornleifa- skrá, þ.e. friðlýsingaskrá, væri engan veginn fullnægjandi undirstaða fyrir fornleifavernd í landinu. I stað þess að tína til einstaka „merkilega" minja- staði var nú lagt kapp á að finna allar sýnilegar minjar og stuðla að varð- veislu þeirra með því að koma þeim kerfisbundið á skrá í hverju sveitarfé- lagi. Skráning í vísindaskyni Fornleifaskráning í sveitarfélögum var unnin undir merkjum fornleifaverndar fremur en sem rannsókn er snerist um tiltekið fræðilegt vandamál. Á sama tíma og hún efldist sem liður í minja- vernd varð hún einnig að öflugu rann- sóknartæki. Snemma á áttunda ára- tugnum hafði Sigurður Þórarinsson (1977) jarðfræðingur komið á marga minjastaði um austan- og norðanvert landið og gert rannsóknarskurði til að athuga aldur mannvistarleifanna. í fróðlegri grein sem hann birti um könnunarferðir sínar leiddi hann rök að því að mörg þekkt eyðibýli í há- lendisjaðrinum væru frá elstu tíð á Is- landi og taldist þetta til allnokkurra tíðinda í fræðaheiminum. Á svipuðum tíma var unnið að miklu norrænu rannsóknarverkefni um orsakir fyrir eyðingu byggðar á Norðurlöndum á ýmsum tímabilum (S.Gissel et al. 1981). Islensku þátttakendurnir voru einkum sagnfræðingar en þeir söfnuðu miklu efni um eyðibyggðir sem kallaði á að fundin yrðu svör við áleitnum spurningum: Hafði orðið stórfelld eyð- ing byggðar á ákveðnum tímabilum Islandssögunnar, t.d. í kjölfar Svarta- dauða eða var byggðaeyðing stað- og tímabundin (sjá Björn Teitsson 1978; 1984; 1991)? Árið 1978 hófst merk rannsókn í Hrafnkelsdal og á Brúardölum þar sem skráning mannvistarleifa var grund- vallaraðferðin. Þar voru á ferð Páll Pálsson, Sigurður Þórarinsson, Stefán Aðalsteinsson og Sveinbjörn Rafnsson og var þar unnið að skráningu með hléum á árunum 1978 til 1985 (Svein- björn Rafnsson 1990). Gerðir voru uppdrættir af hverjum minjastað, og reynt að tímasetja minjarnar með að- ferðum gjóskulagafræðinnar. Auk þess skráðu Sveinbjörn og Sigurður minjar í Vestur-Skaftafellssýslu og var það hluti af rannsóknum og útgáfu varðandi Skaftárelda (Sveinbjörn Rafnsson 1984). Guðrún Sveinbjarnardóttir, Paul Buckland og samverkamenn þeirra gerðu rannsókn á eyðibyggðum 31
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164
Side 165
Side 166
Side 167
Side 168

x

Archaeologia Islandica

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Archaeologia Islandica
https://timarit.is/publication/1160

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.