Archaeologia Islandica - 01.01.1998, Side 39
Fornleifaskráning
Þar sem tóftir eða mannvirkjaleifar
eru sýnilegar er þeim lýst á staðlaðan
hátt og gerður af þeim uppdráttur, auk
þess sem þær eru færðar á kort og
hnattstaða þeirra fundin. Ahersla er
lögð á að fá skýra mynd af umfangi,
lögun og ástandi minjanna en að öðru
leyti er ekki um að ræða nákvæma
rannsókn á hverjum stað. Einnig er að-
stæðum lýst og reynt að meta hvort
minjastaðurinn sé í hættu og þá af
hvaða völdum.
Aðalskráningu er lokið í Grafnings-
hreppi, á Akranesi, í Bolungarvík,
Hrfsey, Hjaltastaðaþinghá og Fella-
hreppi, en skráning stendur yfir í
Hafnarfirði, Eyjafjarðarsveit, á Akur-
eyri, í Glæsibæjarhreppi og Skútu-
staðahreppi.
Deiliskrdning
Ólíkt svæðis- og aðalskráningu forn-
leifa er ekki gert ráð fyrir að deili-
skráning verði gerð á öllum minjastöð-
um. Deiliskráning er fyrst og fremst
gerð þar sem verið er að vinna deili-
skipulag, þar sem niðurstöður um-
hverfismats benda til að séu markverð-
ar fornleifar sem rannsaka þarf nánar
og þar sem haft er í hyggju að kynna
minjastaði fyrir almenningi.
Markmið deiliskráningar er fyrst og
fremst að fá nákvæmar upplýsingar um
einstaka minjastaði eða minjar á litlum
afmörkuðum svæðum. Þær aðferðir
sem beitt er geta verið mismunandi
eftir markmiði athugunarinnar en í
minnsta lagi er gerð nákvæm yfir-
borðsmæling á minjunum og þeim
lýst í smáatriðum. Sömuleiðis getur í
sumum tilvikum verið æskilegt að
grafa litla könnunarskurði t.d. til að
komast að aldri minjanna eða þegar
staðfesta þarf að um mannvirki sé að
ræða.
Aðferðir deiliskráningar eru í aðalat-
riðum þær sömu og beitt er í rann-
sóknum í vísindaskyni og raunar er
nauðsynlegt þegar um uppgröft er að
ræða að vísindaleg sjónarmið verði lát-
in ráða ferðinni þó að tilefni athugun-
arinnar sé annað.
Reynslan afþessari skráningartilhögun
hefur verið mjög góð. Nú liggja fyrir
um 50 skýrslur með skrám um fom-
leifar á hverri jörð í allnokkrum hrepp-
um. Framundan er mikið starf, því að
ætla má að einungis um 15-20%
minjastaða á Islandi séu komin á skrá
og þar af hefur aðeins um fjórðungur
verið skráður á vettvangi.
Niðurlag
Framvinda og þróun fornleifaskráning-
ar á íslandi er forvitnilegur kafli í sögu
íslenskrar fornleifafræði. Hann skiptist
í nokkur góðæri með löngum harð-
indaskeiðum á milli. I fyrstu var lögð
áhersla á að afla upplýsinga um merka
sögustaði, hof og dómhringa og hauga
nafnkunnra manna. Smám saman hafa
sjónarmið breyst og aðrir minjaflokkar
vakið áhuga manna, uns allsherjarfrið-
un fornleifa var komið á 1989- I ná-
grannalöndunum hefur skráning forn-
leifa verið unnin jafnt og þétt í rúma
öld, og á sumum stöðum er hafin önn-
39