Archaeologia Islandica - 01.01.1998, Qupperneq 60
Adolf Friðriksson & Orri Vésteinsson
legar niðurstöður og er því vert að gefa
yfirlit yfir þann árangur sem uppgröft-
ur og yfirstandandi úrvinnsla rann-
sóknargagna síðustu ára hefur skilað.
Rannsóknin skiptist í nokkra ólíka
þætti og því hefur verið kosið að gera
sérstakar skýrslur um hvern og einn iið
rannsóknarinnar. Hér verður greint frá
fyrri rannsóknum á Hofstöðum og
dregin saman meginatriði um mark-
mið, fræðilegt baksvið og framvindu
verksins árin 1991-1997.
Rannsóknin er unnin á vegum Forn-
leifastofnunar Islands, í samstarfi við
innlenda og erlenda aðila, undir stjórn
Adolfs Friðrikssonar og Orra Vésteins-
sonar.
I þessari grein verður gefið yfirlit
um fyrri rannsóknir á Hofstöðum, og
fjallað um það sem fram hefur komið í
nýjum rannsóknum 1991-1997. Rann-
sóknir standa enn yfir og eru því hér
aðeins birtar skýrslur um vettvangs-
rannsóknir 1991-1995 sem ásamt
gjóskulagaathugunum voru undirbún-
ingur undir þær umfangsmiklu rann-
sóknir sem hófust þar árið 1996.
Skýrslur um þær byggingar og mann-
vistarleifar sem komið hafa í ijós síðan
1996 verða birtar síðar en hér eru birt
stutt yfirlit um hinar ýmsu fornvist-
fræðilegu aðferðir sem nú eru notaðar
við greiningu mannvistarleifa á Hof-
stöðum, enda er verulegt nýnæmi að
þeim fyrir íslenska fornleifafræði.
Fyrri rannsóknir á Hofstöðum
Á 19. öld voru skráðar sagnir um að
hof hefði verið á Hofstöðum. í skýrslu '
um fornminjar í Reykjahlíðarþingum
frá 1817 er þess getið að í kirkjuhurð
Reykjahlíðarkirkju sé hringur, og að
það séu munnmæli að hann sé úr hofs-
hurð „sem í Forntid skal hafa staded
hier i Sveit á bæ þejm sem á Hofstöd-
um heíter.” (FF, 600). Ekki er þó getið
um sérstaka tóft í sambandi við þessi
munnmæli fyrr en Kristian Kálund
kom við á Hofstöðum haustið 1873 á
ferð sinni um landið við sögustaða-
könnun. I dagbók sína skráði hann lýs-
ingu á stórri, aflangri tóft í túnjaðri á
Hofstöðum og var hún talin vera „hin
raunverulega hoftóft”. Sagði hann að
talið væri að útbygging væri við eitt
horn hennar, en við norðurenda stóð þá
fjárhús. Skammt sunnan við stóru tóft-
ina var lítil hringlaga tóft, og í brekk-
unni skammt suðaustan þeirra var
girðing, sem var sögð hafa verið hesta-
girðing hofgesta. Uppi á brekkunni
ofan fornleifanna mátti sjá fornlegt
garðlag sem teygði sig svo langt sem
augað eygði til norðurs. Einhverjir
munu þegar hafa haft áhuga á að rann-
saka þessar minjar, því að Kálund
(1879, 167; 1986,126) nefnir að borað
hafi verið ofan í „hoftóftina” og komið
niður á harðtroðið leirgólf eina alin (63
sm) undir yfirborði, og þar hafi einnig
fundist málmbútar.
Athugun Kálunds var aðeins upphaf
að langri rannsóknarsögu á Hofstöð-
um. Sama ár og lýsing Kálunds á Hof-
stöðum og öðrum stöðum á Norðaust-
urlandi kom út (1879) var Hið ís-
lenska fornleifafélag stofnað. Fyrstu ár
þessa félags voru gerðar fjölmargar
rannsóknir, m.a. á allskyns tóftum sem
60